Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 8
(j ÆGIR net reynd Jjar síðastliðinn vetur og hepn- aðist vel. Má buast við, að notkun þeirra fari mjög í vöxt hin næslu ár, enda lík- legt, að þau reynist ódýrri en lóðin, þegar öllu er á botninn hvolft. Vestmanneyingum verður beitan ærið dýr, því mestan hluta af allri þeirri sild, sem þeir þurfa til beitu, verða þeir að kaupa að. Þeir kunna enn lítt til síld- veiða og hafa til skamms tima trúað þvi, að síld væri sjaldan eða aldrei við eyj- arnar, en nú á siðaslliðnu voru flskuðu nokkrir bátar þar síld í reknel, og er þá sú trú, vonandi, úr sögunni. Frystihús eiga Eyjamenn hið besla á öllu landinu, að undanteknu fryslihúsi Sláturíjelags Suðurlands. Er fröstið fram- leilt með vjelum. Það þykir mjög brenna við i Vest- mannaeyjum, að ungir og lilt reyndir menn sje teknir fyrir formenn og getur það að visu hepnast, ef mennirnir eru afbragðs ungmenni, en miklu oftar mis- hepnast slíkt ráðlag. 1 Vestmannaeyjum var mjer sagt, að eigi væri það alt mestu aílamennirnir, er best hefði fjenast á útgerðinni, heldur þeir, er best liti eftir hennt. Þá sögu heyra rnenn um all land og þekkja vel, að hún er sönn. Það geðjast mjer illa að hjá Vestmann- eyingum, að Jreir sigla bálum sinum með öllu kjölfestulaust. Slíkt er óhæíiieg ó- varkárni og getur á hverri stundu orðið að tjóni. Áður hafa Eyjamenn trúað því, að eigi borgaði sig að slunda fiskiveiðar í Vestmannaeyjum eftir lok maímánaðar, en nú hafa þeir fundið ný fiskímið, sem þeir sækja, eftir þaun tíma. Þykir borga sig betur að slunda þar veiði enn að senda bátana til annara veiðistöðva. Ef höfnin í Vestmannaeyjum verður t' Jggj þá rennur upp blómaöld fyrir út- veg þeirra E^’jamanna og mun þá stór- um fjölga fólk þar. Á Eyrarbakka og Stokkseyri er vjela- bátaútvegurinn í byrjun. í báðum kaup- túnunum munu nú vera um 14 vjela- bátar, og eru þeir allir keyptir eða smið- aðir hin síðuslu árin. Telja menn þar, að miklum mun betur megi sækja sjó á þeim, en á áttæring- unum. Einkum þykir mikill munur á þvi, að fara á þeim um sundin eða róðrar- skipunum. Bátarnir eru flestir í stærra lagi, eftir því, sem gerist (um 6—10 smál.). En sá er gallinn á, að ef snndin eru orðin ófær, og það verða þau einatt, þótt fyrir vjelabáta sje, þá geta þeir ekki hleypt til Þorlákshafnar, eins og þeir hafa gjört á áttæringunum, þvi vjela- bátarnir eru mikils til of stórir, til að leggja þeim að landi, ef eigi er með öllu lágdauður sjór, og of þungir til að setja þá á land nema með góðum setnings- áhöldum. Þeir eru því illa sellir með vjelabáta sína, ef austan eða landsynningsstormur skellur á, og þeir komast ekki inn um sundin á Stokkseyri eða Eyrarbakka. — Er þetta því ískyggilegra, sem bátarnir eru mikils til of litlir til að leggja þeim til hal's út i Eyrarbakkaflóa, þegar stór- viðri og stórsjór stendur á land. Það getur þvi naumast hjá þvi farið, að el' lengi dregst að koma upp höfn í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, þá hljótist stórtjón af, og það því meira, sem útvegurinn verður þá orðinn rneiri, nema þá, að bátarnir stækki að miklum mun, svo von sje um, að þeir geti hald- ist ofansjávar með þvi að leggja til hafs, þegar landtaka er bönnuð. Annars telja menn þar eyslra, að síðan þeir fengu vjelabátana hafi þeir á hverri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.