Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 11
ÆGIR 9 Blöðin í Danmörku virðast eigi vera viss um það, að »Ingolf« liafi reldst á tundurdufl. Það þykir engu siður hugsan- legt, að eitthvað hafi komið fyrir i vjela- rúminu, sem orsakað hafi sprengingu. (»Morgunbl.«). Heima. Hr. Matthía8 Pórðarson, fyrv. formaður Fiskifjelags Islands, er nú orðinn erindreki Fiskifjelagsins erlendis. Var honum veitt slaðan í þess- um mánuði. Alls góðs má vænta af slarfi M. Þ., hann hefur sýnt mikinn áhuga á öllu því, er varðar sjávarúlveg vorn, og gagn- kunnugur er hann um land alt, og hefur auk þess farið ierðir suður í lönd og kynt sjer markaði þar. Hann er nú, eins og áður er getið, húsettur i Liverpool á Englandi. öfsaveður í Vestiuaimeyjuni. — Vjelhátur fersl. — 5 íuenn drubkna. Það sorglega slys bar við i Vestmanna- eyjum 14. jan. síðastl., að vjelbáturinn »Fram« lörst, og öll skipshöfnin, 5 menn, drukknaði. Atvikin. Hinn 13. jan. fór vjelbáturinn »Fram« á flskveiðar, ásamt mörgum öðr- um hátum. Veður var þá fremur gott, hæg austangola og' sjór nær enginn. En daginn eftir (14. jan.) skall á ofsaveður að austan, með ógurlegasta brimi og slórsjó. Bátarnir voru þá eigi komnir að, og höfðu fæstir þeirra dregið línur sínar, er óveðrið skall á. Urðu margir að skilja þær eftir, og hafa þær að likindum tapast. Bátarnir komu smámsaman að, og tókst öllum að lenda nema einum, »Fram«. Er hann var kominn rjett upp að landsteinunum, að svokallaðri Sljettu- klöpp, suður undan Kirkjubæ, sáu menn úr landi að brotsjór skall á bátinn með hræðilegu afli og þunga, og keyrði bál- inn i kaf um stund. Skipshöfnin á »Fram« var þá öll á þiljum nema vjela- maður, og er sjórinn hafði riðið af og skollið á klettana með feiknalegu braki, sáu menn frá landi að skipshöfnin var horfin. Báturinn marraði þá í hálfu kafi og fyltist brátt af sjó. Einn skipverja hafði náð í dufl, sem ilaul af bátnum. Skolaðist hann hrátt upp í klettana á öldunni, og hefur að likindum rotast þar, því hann hvarl' undir eins. Skipshöfnin. Á bátnum voru alls 5 menn. 'Formaðurinn hjet Magnús Þórðarson, frá Dal i Vestmanneyjum, giftur maður, lætur eftir sig konu og 4 ungbörn. Með Magnúsi voru Ágúst S igur h a n ss o n vjelamaður, ógiftur á besla aldri, ættaður úr Vestmanneyjum ; B j ö r n E y j ó 1 f s s o n frá Skála undir Eyjafjöllum, ógiftur unglingsrnaður; Helgi Halidórsson, ættaður frá Hafnarfirði, en hafði dvalið lengi í Vestmanneyjum. Hann lætur eftir sig konu í Hafnarfirði. Fimti maðurinn var Arnkell Daní- elsson Thorlacius, frá Steintúni i Bakkafirði, og var hann ógiftur. Alt voru þetta dugnaðarmenn hinir mesta, á liesta aldri, og' eftirsjá þvi mjög tilfinnanleg. Formaðurinn Magnús var einn af fremstu dugnaðarmönnum í Vesl- manneyjum, og þótti sjómaður ágætur og' fiskimaður eigi síður. Hann var sonur Þórðar Qddssonar frá Ámundakoti i Fljótshlíð. y>Fram«. Vjelbáturinn »Fram«, nr. 174, var alveg nýr og vel útbúinn að öllu leyti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.