Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 10
8 ÆGIR þessu, og er viss um, að verða mundi öllu landinu til heilla. Þess skal einnig getið, að margir bátar eru að öllu lejdi ágætlega útbúnir. Með námskeiðunum má áreiðanlega koma mörgu góðu til leiðar; áhuginn hjá hinum yngri mönnum vaknar smám saman, og löngunin til að alla sjer þekk- ingar eykst. Æskilegt væri, að þessi námskeið gætu líkst meira skólum og væru viðlækari, svo nemendur gælu tekið próf að lokum, sjerstaklega i siglinga- i'ræði og mótor-vjelfræði. Á þessu nám- skeiði sem jeg hjelt á ísafirði, kendi jeg' fullkomlega jafn mikið og kent er hjer við mótor-vjelfræðisdeildina í Reykjavík, en sá var munurinn, að hjer taka þeir próf, en á námskeiðunum fá þeir ekki að laka próf, og virðist það ekki vera rjettlátt, þó þeir sæki námskcið utan Reykjavíkur, og væri það löluverðum erfiðleikum bundið fyrir menn viðsvegar af landinu, að sækja skólann hjer í Reykjavík. Samtals á landinu eru sem næst 500 mótor-bátar; á hverjum bál er að með- altali um 5 menn, og verður því um 2500 manns, sem hel'ur beinlínis atvinnu við þessa báta, fyrir utan landmenn, sem líka vinna að þvi, sem bátarnir færa að landi. Væri ekki æskilegt, ef að hægt væri að gjöra eilthvað meira fyrir þessa öíl- ugu stjelt í þjóðijelaginu, þó ekki sjeu laldir upp þeir, sem óbeinlinis eða á annan hátt eru aðnjótandi fiskiveiðanna. Væri ekki hugsanlegt, að alþingi mundi veita ije tii námskeiða eða einhvers ann- ars, sem stefndi í líka átt, og gæti orðið lil heilla og gagns fyrir íiskimennina. í Kerteminde í Danmörku var 3. nóv. 1908 slofnaður skóli fyrir sjómenn; i Finnlandi 1909 og í Noregi 1910; til allra þessara skóla eru veittar töluverðar fjár- upphæðir, sem leiðir af sjálfu sjer að þarf að vera, til þess að skólarnir geti þrifist. í von um, að allir sjeu á verði fyrir heill og velferð íslensku sjómannanna, bendi jeg þessum uppástungum minum til háttvirtrar sljórnar Fiskifjelags Islands lil frekari yfirvegunar. Reykjavík 8. jan. 1014. Ó. T. Sveinsson. „3ngóljs“-slysi0. Að cins oinn vjelamaðnr á skipimi. »Ingolf« átti að sækja kol lil Hull og Ilytja þau til Rönne. Það fór frá Iíhöín á hádegi þ. 23. des. og siðan hefur ekk- ert til þess spurst. Alls voru 10 manns á skipinu, 12 Danir, 3 Sviar og 1 Rússi. P. R. Petersen var n^dega orðinn skip- stjóri i Thore-fjelaginu, og var þelta fyrsta ferð hans á »Ingolf«. Hann var giftur og fluttist til K.hafnar frá Faaborg um leið og hann varð skip- sljóri á »Ingolf«. Undrun mikla hel'ur það vakið, að það var að eins einn maður á skipinu, sem hafði þekkingu i vjelfræði, vjelameistar- inn Martin Brödegaard. Segja dönsk blöð, að það sje með öllu óleyfilegl að láta í haf með að eins einn vjelamann um borð. Það liggur í augum uppi, segja dönsk blöð, að sami maðurinn getur ekki haft vörð bæði dag og nótt. En það er með öllu ótækt að láta ólærðan mann hafa ábyrgð á vjelunum, meðan fyrsti vjela- meistari sefur. Samkvæmt »Politiken« mun þessi hlið málsins verða tekin fyrir í sjórjettinum danska.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.