Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 9
ÆGIR 7 vertið fengið alt að helmingi fleiri sjó- ferðir, en þeir ella hefði fengið. Eyrbekkingar og Stokkseyringar hafa mikinn hug á þvi, að hafa útveg sinn í góðu lagi. Á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Þor- lákshöfn er jöfnum höndum notuð net og lóð og jafnvel handfæri. Er skamt siðan, að farið var að nota net, en þau hafa gefist ágætlega og eru nú notuð mun meiri en lóðin, að minsta kosti á vetrarvertiðinni, sem byrjar i febrúar- mánuði. í Grindavik og Höl'num eru engir vjela- bátar, enda ekki hægt að koma þeim þar við vegna hafnleysis. í Grindavik er vogur all-stór eða lón, sem gengur inn i landið, en út úr honum liggur ós í sjóinn, og er eigi skipgengur um fjöru. Er eigi óhugsandi, að þar mætti gjöra höfn, en eigi er það á færi ófróðra manna að dæma um slíkt. í Höfnum er ágætis höfn, er nefnisl Ósabotnar, en á henni er sá mikli galli, að eigi fljóta skip inn i hana nema með hálf-föllnum sjó. Þó má ætla, að þar sé öllu árennilegra, að gjöra höfn, en í Grindavik. [Frh.]. Ársskýrsla. Háttvirl stjórn Fiskitjelags íslands hefur sjeð á ársfjórðungsskýrslum minum hvað jeg hef aðhafst á hverjum stað, og hvar jeg hef dvalið, og vil jeg því ekki endur- taka það hjer, heldur með fáum orðum minnast á það, sem mjer virðist vera ábólavant, og hvernig ráða megi ból á þvi, eftir þeirri þekkingu, sem jeg hefi fengið í mínu lerðalagi. I nær öllum kauptúnum landsins eru fleiri eða færri mótor-bátar; þessir bátar hafa ýmsar tegundir af mótor-vjelum; nokkrar af þessum tegundum eru víða á landinu alkunnar fyrir gæði og traust- leika, en aðrar sem litt þektar eru, og sem menn ekki eru búnir að fá neina ábyggilega reynsln fyrir, verða mönnum oft erfiðar, og jafnvel til tjóns. Það væri því mjög æskilegt, ef hægt væri, að beiua hug þeirra manna, sem þurfa að fá sjer mótor-vjel, að einhverjum góðum og öruggum mótor-tegundum, svo að eng- inn hvorki með lofræðum, loforðum njc stundarhagnaði Iáti ginna sig til að kaupa annað en það, sem traust er og gott. Útbúnaður á mótor-bátum, er því miður i töluverðu ólagi. Sjeð hefi jeg þá báta, sem alls engar árar hafa haft; á öðrum Ijeleg eða ónýl segl (fúin), sumir lekir, svo að þeir að mínu áliti voru alls ekki sjófærir, slæm eða máske engin Ijósker, lítil eða engin áhöld til að gjöra við það nauðsynlegasta, ef eitt- hvað fer aflaga við vjelina. Margir bátar hafa slökkviáhald, en einstöku vill verða það á, að gleyma þvi heima, þótt bát- urinn sje að fiska, og er það miður heppilegl, ef eldur kemur upp i skipi margar mílur frá landi, að láta þá slökkvi- áhaldið liggja upp á hjallslofti eða ann- arstaðar i landi. Þetta alt bendir lil þess, að þarna verður að taka i taumana, þvi með þessu stofna menn sjálfum sjer og annara eign- um i hættu, og af þessu getur hlotist slys, og það má okkar fámenna og fá- tæka þjóð ekki við. Þessu verður örð- ugt að ráða bót á, en með strangara eftirliti má komasl langl, l. d. ef skipaðir væru tveir eftirlitsmenn, sem terðuðust um landið, til að eftirlita báta og vjelar, og sem hefðu vald til að stöðva báta, ef þeir ekki hefðu allan þann útbúnað, sem áskilinn mundi verða. Þetta er sú leið, sem jeg álít farsælasla, til að bæta úr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.