Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 6
4 ÆGIR koma upp stórum bátum, því þeim er ekki hægt að leggja að landi þegar komið er úr hverri sjóferð. Þannig er þvi varið í Bolungarvik, sem er einhver fiskisæl- asta veiðistöð landsins. Sama má að miklu leyti segja um Súgandafjörð, þótt ekki sje þar jafn ilt og í Bolungarvik. Ástand sjávarútvegsins. Jeg hef hjer að framan tekið það fram, að vjelabátarnir sje yíirleilt of smáir á öllu landinu. Þar, sem hafnir eru góðar, er efnaleysið eitt því til hindrunar, að bátarnir geti stækkað smám saman. Á þvi verður ekki ráðin bót með neinu öðru en hagkvæmum lánskjörum til kaupa á stærri bátum. Þar, sem hafnaleysi og illar lendingar eru þessu til hindrunar er alt erfiðara að benda á ráð til bóta. En eitt er þó víst, að mikið má, ef gott vill. Væri á hverju fjárlagaþingi lagl fram fje til hafnar eða lendingarbótar, þótt ekki væri nema á einum stað, þá mundi áður langt liði ráðast bót á versta ann- markanum, og landinu stórum aukast tekjur og sjávarúlvegsmönnum gjaldþol. Iíafnaleysið er versti þrándur í götu fram- leiðslunnar á sjávarafla, og auk þess er það beint og óbeint orsök til hinna tíðu slysa og manntjóna. En auk þess, sem bátarnir eru of smáir, eru þeir einnig allvíðast í Ijelegu standi. Ýmislegt af því, sem nauðsynlegt er að hafa með hverjum bát vantar algjörlega, svo sem bjarghringi, árar, lýsisílát, rek- akkeri o. 11. Seglin á mörgum bátunum eru í versta ástandi, lílil og fúin. Á mörgum bátum eru áttavitar mjög ófullkomnir, eða þá vantar með öllu. í sumum lögsagnarumdæmumer undan- tekning, að nokkur bátur hafi einkennis- tölur eða umdæmisbókstafi, og bátarnir eru jafnvel nafnlausir. Er slíkt hirðuleysi með öllu óhæíilegt. Hef jeg vakið eftirtekt þeirra, er um það eiga að sjá, að lögunum um þetta efni sje hlýtt, á þessu ástandi, og hafa þeir lofað að sjá um að bót yrði ráðin á því, en eigi veit jeg hvort efndir hafa orðið á því loforði. Þá er það og all-títt, að bátarnir fari á sjó, án þess að hafa með sjer grunn- færi, og fjöldi báta fer kjölfestulaus á sjóinn. Hvorttveggja er þetta óverjandi. Á mörgum bátum er svo illa búið um vjelina, að hún getur á hverri stundu orðið bátnum að grandi. Um ástand vjelanna, út af fyrir sig, mun vjelfræðingur Fiskifjelagsins gefa skýrslu, og get jeg' þvi slepl að minnast á þær sjerstaklega. Á Vesturlandi er hirðing á bátum best, þótt auðvitað sje þar í ýmsu áfátt hjá einstökum mönnum. Á Austurlandi er ástandið einna lakasl, enda stundaður þar mest sjór að sumrinu, þegar veður er best og blíðast. Á Austljörðum eru fiskiveiðar talsvert mikið stundaðar á smáum róðrarbátum um sumarmánuðina. Veiðarfærið er lóð eða handfæri. Á Fáskrúðsfirði hefur hin síðustu árin dálítið fiskasl i net, í apríl- og mai-mán- uðum, en lilið eða ekkert í hinum fjörð- unum. Til beitu hafa þeir þvi nær ein- göngu sild. Ekki telja þeir að kúfiskur muni vera þar nærri landi, en efasaml er, að það sje rjett. Hefur Bjarni kennari Sæmundsson sagt mjer, að hann sje kringum alt land, og þykir mjer það sennilegra. Mundi það Austfirðingum ómetanlegt happ, ef þeir gæti komist upp á að ná honum til beitu, þvi síldin hefur hin siðari ár verið næsta stopul á Austfjörð- um, og dýrt að afla sjer hennar langt að. Nokkuð eru Austfirðingar farnir að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.