Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 4

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 4
2 ÆGIR ist jeg' ekkert á því tímabili annað en til Akraness. Fór jeg þangað hinn 25 nóv. og kom aftur til Reykjavíkur hinn 27. s. m. — Erindi mitt til Akraness var aðallega, að reyna að koma á samkomu- lagi milli fiskifjelagsdeildarinnar þar og sjómannafjelagsins »Bárunnar«. Hef jeg gefið stjórn Fiskifjelagsins munnlega skýrslu um árangurinn af þeirri för, en hann varð í stuttu máli sá, að þessi tvö fjelög gengu saman i eina deild, og er hún ein hinna fjölmennustu á landinu. Yænti jeg mikils af þeirri deild, því að að henni standa margir góðir menn, úr báðum fjelögunum. Er útvegur þeirra Akurnesinga mjög efnilegur. Bátarnir allir nýlegir og fremur stórir, eftir því sem bátar eru alment. Á helstu umbætur þar á Akranesi, mun jeg minnast hjer á eftir. I febrúarmánuði siðastliðið ár ferðað- ist jeg til Vestmannaeyja, Voga, Eyrar- bakka og Stokkseyrar, og kom beim lil Reykjavíkur úr því ferðalagi 23. febrúar. 28. febr. lagði jeg upp í ferð til Vestur- landsins. Á þeirri ferð hjell jeg fundi á Bíldudal, Bolungarvik, Flateyri, Hnifsdal, lsafirði, Súgandafirði og Þingeyri. Úr þessari ferð kom jeg heim til Reykjavík- ur að kveldi hins 16. aprílmán. Síðari hluta aprílmánaðar fór jeg um Keflavík, Garð og Miðnes. í maímánuði fór jeg um Áustfjörðu, frá Fáskrúðsfirði til Seyðisfjarðar. Hjelt jeg að eins 2 fnndi, á Eskifirði og Norð- firði. Jeg var svo heima í Reykjavík þangað til síðari hluta ágústmánaðar. Fór jeg þá um Grindavik og Hafnir, og stofnaði þar deildir. Upp frá því ferðaðist jeg ekkert, þar til jeg fór upp á Akranes, svo sem fyr er sagt. Fyrirlestra liel' jeg haldið á 17 stöðum á árinu, og eru þeir þessir: Akranes, Bildudalur, Bolungarvík, Eskifjörður, Evrarbakki, Garður, Grindavík, Hnifs- dalur, Hafnir, Isafjörður, Keflavik, Norð- fjörður, Sandgerði, Stokkseyri, Vest- mannaeyjar, Vogar og Þingeyri. Á ferðalögum þessuni hef jeg stolnað 7 fiskifjelagsdeildir, og eru þær á þessum stöðum: Bolungarvík, Eskifirði, Flateyri, Grindavík, Hnífsdal, Höfnum og Sand- gerði. í deildum þessum voru, þegar þær voru stofnaðar, als 170 meðlimir, en munu nú vera nokkru íleiri. I fyrirlestrum mínum hef jeg sett fram þessar spurningar: Er unt að fiska meira en nú er gjört? Er unt að gjöra aflann verðmætari en hann er nú? Er unt að fá ódýrari þær vörur, er sjávarútvegurinn þarfnast, en nú á sjer stað? Er unt að fá vjelabála, eða þó einkum vjelarnar, ódýrari en nú á sjer stað? Er unt að koma í veg fyrir, eða að minsta kosti minka, hið mikla veiðar- færatap á vjelabátum ? Ber Jiilskipaútgjörð sig hjer á landi ? Á róðrarbátaútvegurinn nokkra fram- tið? Er fært að koma upp höfnum eða bátakvium, svo vjelbátar sje óhultir á floti, á öllum tímum ársins? Er unl að koma í veg fyrir eða draga úr hinum miklu sl}rsum á sjó, og hverjar nuinu helstu orsakir til þeirra? Hvað gjörum vjer, til að draga úr hin- um illu afleiðingum slvsa og manntjóns á sjó? Spurningum þessum hef jeg leitast við að svara. Á tlestum fundum, sem jeg hef haldið, hafa nokkrar umræður orðið, eftir fyrir- lestrana og um þá, og hefur mjer virst, að menn fjellist yfirleitt á skoðanir minar í þcim efnum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.