Ægir - 01.06.1915, Qupperneq 5
ÆGIR
79
málefni. Telja bestu menn þeirra, að þá
sje fyrst von mikilla framfara í sjávarút-
vegi er sæmileg höfn sje fengin fyrir stóra
mótorbáta. Er enginn eíi á, að þetta er
rjett álitið. Á öllu Snæfellsnesi eru bátar
altof litlir, en þar er ilt að koma stærri
bátum við vegna þess hve lendingar eru
slæmar og illt að hjarga bátum undan
sjó. Bátarnir eru á stærð við fjögra-
mannaför hjer við [Faxaflóa, en á þeim
eru 6 til 8 menn. Segl nota Sandmenn
mjög lítið, en ekki gal jeg fallist á ástæð-
ur þær, er þeir færðu fyrir því, að þeir
neyttu svo sjaldan seglanna.
Svo er mikil fiskisæld kringum Snæ-
fellsnes, að þar mundi aldrei aflalaust,
ef útvegurinn væri í lagi. Þegar ekki
íiskast þar nú, mun það ávalt stafa af
þvi, að fiskurinn er fjær landi en svo að
hægt sje að sækja þangað með þeim
skipakosti, sem þeir hafa nú og hafa haft
um allan aldur.
Lendinguna i Keflavik mætti bæta mik-
ið, með sárlitlum kostnaði. Er þar klelt-
ur einn á milli tveggja örmjórra vara,
sem er afarhættulegur. Eru það undur
mikil að honum skuli eigi hafa verið
rutt úr vegi, því enginn vafl er á að það
má gera með verkfærum, sem til eru á
hverju heimili, svo sem járnkörlum,
meitlum og hökum.
Sunnudaginn 31. janúar hjelt jeg aftur
til Ólafsvikur.
Jeg hafði beðið Halldór læknir Stein-
son að boða til l'undar i Ólafsvík, af því
að hann var formaður i sjómannafjelagi
þar á staðnum. Gerði hann það og, en
svo hafði tiltekist með fundarboðið, að
engir aðrir en þeir, sem i sjómannafje-
laginu voru töldu sjer heimilt að mæta
á fundinum. Var hann því eigi eins fjöl-
mennur og ella hefði verið.
Flutti jeg þar erindi og stofnaði þar
deild með nokkrum mönnum. Var geq
ráð fyrir, að úr sjómannafjelaginu yrði
mynduð deild, en ekki þótti fært, að gera
það að því sinni, þar sem til þess þurfti
breylingu á lögum fjelagsins. Býst jeg
við að nú sé þegar gerðar ráðstafanir til
að koma því í kring og mun þá sú
deild verða ein með mannflestu deildum
landsins.
Mikinn áhuga hafa menn þar á mót-
orbáta útgerð, en þar er hafnleysið illur
þrándur í götu. Margir hjeldu því fram
að stórir mótorbátar gæti legið þar í
flestum veðrum, jafnvel að vetrinum, ef
menn byggju í þeim, enda oftast, eða
jafnvel ávalt, hægt að ná höfn á Grund-
arfirði, ef ekki væri lengur lægt á Ólafsvík.
Mjög mikinn áhuga hafa ýmsir menn
þar á lendingabótum. Hefir hr. lands-
verkfræðingur Jón Þorláksson gert upp-
drátt af sjóvarnargarði og áætlun um
kostnað við hann. Töldu menn þar, að
ef slikur garður yrði bygður mundi hann
ráða bót á verstu annmörkunum við
lendinguna.
Jeg þori ekkert að segja um þetta.
Til þess að geta dæmt um slíkt, af nokk-
uru viti, þurfa menn að haía verið á
staðnum þegar sjógangur er sem mestur
og helst af fleiri áttum en einni. En að
svo miklu leyti, sem jeg hafði tækiíæri
til að kynna mjer þetta virtist mjer menn
þar gera helst til lítið úr erfiðleikunum.
Vildi jeg óska, að álit mitt, í þessu efni,
eigi reyndist rétt, því víst er um það, að
mikils má vænta af Ólafsvik og góður
mótorbátaútvegur gæti þrifist þar.
Svo mikinn áhuga liafa menn á þessu
málefni að helstu menn þar hafa bund-
ist í félag til að hrinda málinu áleiðis.
Haí'a þeir þegar safnað nokkru fje og
hafa auk þess loforð um íjárframlög og
vinnu, þegar byrjað sje á verkinu. Jeg
L