Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 10
r 84 ÆGIR k. fundur miðvikudaginn 7. júlí kl. 5 síðdegis. Tekin til umræðu stofnun innlends á- byrgðarfjelags. Matthías Þórðarson bar fram svo hljóðandi tillögu. Jeg legg til að kosin verði 3ja manna nefnd, til þess að ræða málið við samábyrgðarstjóra og að því búnu að koma fram með tillögur sínar, sem leggist fyrir Fiskiþingið. Tillaga þessi var samþykt í einu hljóði og í nefndina kosnir: Tryggvi Gunnarsson, Matthias Þórðarson, Magnús Sigurðsson, Forseti gat þess, að eftir beiðni þing- manns Vestfirðinga yrði tekið á dagskrá þessi mál: Færaspuni, Námskeið, Hafn- armál og Vitamál. Þriggja manna nefnd var kosin til að alhuga hafnarmálin sjer- staklega og hlutu kosningu: Arni Gíslason, Guðm. lsleifsson, Bjarni Sigurðsson og til að athuga vitamálin voru kosnir: . Hermann Þorsteinsson, Kristján Árgeiísson, Bjarni Sæmundsson. 5. Fundur. Steinoliumálið: Forseti skýrði frágangi málsins og hvernig því horfði við nú. Urðu miklar umræður um það mál og að þeim loknum, bar Hermann Þor- steinsson upp þá tillögu að kjósa 3ja manna nefnd til þess að koma með til- lögur í þessu máli ,og leggja þær fyrir næsta fund. Var tillagan samþykt og í nefndina kosnir: Hermann Þorsteinsson, Matthias Þórðarson, Arni Gíslason. Þvi næst var tekið fyrir nefndarálit um íiskimat. Framsögumaður Hermann Þorsteins- son las álit nefndarinnar og fór nokkr- um orðum um það — eftir alllangar umræður var gengið til atkvæða um til- lögur nefndarinnar. Aths. Öll nefndarálit verða birt í skýrslu þeirri, sem út kemur um gjörðir Fiskiþingsins og sem nú er verið að prenta, því vegna rúmleysis er ekki hægt að koma þeim öllum í »Ægir« í þetta sinn. 6. Fundur. Föstud. 9. júlí kl. 1 síðd. Fjárhagsáætlun tekin fyrir og rædd. Kl. 5 e. h. var fundur settur aftur og var þá haldið áfram dagskránni og tek- ið fyrir: Neíndarálitið um stofnun innlends vá- tryggingarsjóðs fyrir skip. Forseti las upp álit nefndarinnar og bar síðan undir atkvæði tillögu hennar svo- hljóðandi: Fiskiþingið skorar á alþingi að sam- þykkja þingsályktunartillögu til stjórnar- innar, um að hún láti undirbúa og semja frumvarp til laga um innlent vátrygg- ingarfjelag fyrir skip, er feli í sjer skyldu- vátiyggingu á öllum íslenskum gufuskip- um og leggi frumvarpið fyrir næsta AI- þingi. Var þessi tillaga samþykt í einu hljóði. Nefnd sú er á síðasta fundi var kosin til að koma fram með tillögur í steinolíu- málinu lagði eftirfarandi tillögur fyrir fundinn: 1. Fiskiþingið skorar á Alþingi að fela landsstjórninni, að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að tryggja landið með nægilegum og svo ódýrum stein- olíubyrgðum, sem kostur er, og að það veiti henni jafnframt heimild til að kaupa einn eða fleiri steinolíu- farma frá Ameríku er hún lætur út-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.