Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1915, Síða 13

Ægir - 01.06.1915, Síða 13
Æ G I R 87 kl. 5 e. h. Á þeim fundi voru ýmsar ákvarðanir gerðar og gengið frá öllu því, sem eftir var. Magnús Sigurðsson bar upp svohljóð- andi tillögur: Fiskiþingið skorar á Alþingi að það hlutist Lil um að lánsdeild sú, er stol'n- uð var með lögum 16. nóv. 1907 við Fiskiveiðasjóð íslands verði látin laka lil slarfa hið allra fyrsta. Tillagan samþykt í einu hljóði. — Sami fulltrúi bar upp þessa tillögu: Fiskiþingið felur forseta sínum, að tjá bæjarstjórn Reykjavíkur þakkir fyrir húsgagnalán meðan á Fiskiþinginu hefir staðið. Að lokum gaf forseti stutt yíirlit yíir störf þingsins og þakkaði fulltrúunum góða samvinnu og traust það er þeir hefðu sýnt sjer með því að fela sjer for- setastörf fjelagsins. Steingrímur Jónsson þakkaði forseta góða fundarstjórn og á- gæta samvinnu, kvaðst vænta hins besta af störfum hans fyrir fjelagið i íramtið- inni. — Tók þingheimur undir það með þvi að standa upp. Sagði forseti svo þingi slitið. Vöxtur Fiskijjelagsins. í byrjun júli 1913 voru deildir alls 13 og tala ljelagsmanna ............. 542 í byrjun júli 1915 eru deildir ... 28 og tala fjelagsmanna .............1569 Á tveimur árum hafa því bæst við 15 deildir og tala meðlima aukist 1027. 8 deidir heíir Matthias Ólafsson stofn- að og Ólafur Sveinsson 1. Áhugi manna og brjellegar áeggjanir 6. Þetta er hið helsta, sem frá Fiskiþing- inu verður sagt i stuttu máli, en ýtarleg skýrsla um Fiskifjelagið og slarf þess á hinum liðnu tveim árum, er nú verið að prenta og kemur bráðum út, auk hinna nýju fjelagslaga og lögum fjórð- ungsþinganna. Af þeim má vænta hins besta. Alt er í góðu horfi að undanteknu því að í aðaldeild fjelagsins eru afarfáir sjó- menn, þegar litið er á mannfjölda hjer, en væntanlega lagast það, þegar menn fara að sjá og skilja, hvað verið er að slarfa og að hvaða miði er kept. Mál þau sem stjórn Fiskiíjelags Islands lagði fyrir Fiskiþingið 1915 voru þessi. 1. Skýrsla forseta. 2. Reikningar fyrir árin 1913—1914 með athugasemdum endurskoðenda og svörum stjórnarinnar. 3. Efnahagsreikningur fyrir árið 1914 með athugasemdum og svörum. 4. Fjárhagsáætlun fyrir árin 1916—1917. 5. Frumvarp til laga um atvinnu við siglingar. 6. Frumvarp til laga um slol'nun Fjórð- ungsþinga. 7. Nefndarálit um fiskimat. 8. ---- — verðlaun fyrir björg- un úr sjávarháska. 9. ------ — stjórn á skipum. 10. Erindrekastarfið erlendis. 11. Steinoliumálið. 12. Lagabreytingar. 13. Um stofnun ábyrgðarfjelags. 14. Um vátrygging sjómanna fyi’ir slysum. Auk þessa komu fram á þinginu 11 nefndarálit og 12 nefndir hafa starfað. Erindreki ,Fiskiíjelagsins‘ erlendis, lir. Matth. Þórðai’son hefir nú getið út skýi'slu um störf sín frá byi’jun þessa árs, og er hún allfróðleg á ýmsan hátt. Þetta erindrekaslarf er að nokkru leyfci komið i stað viðskijtaráðunautsins, og; veitti alþingi til þess 4000 kr. á ári yfir-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.