Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 5
Nr. 8. Æ G IR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS Reykjavik. Ágúst, 1916. 9. árg. Hrakningar Grindyíkinga 24. mars 1916. Hann mun verða mörgum Grindvík- ingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti i einmánuði (24. mars) 1916. Að morgni þess dags var logn og blíða og nærri frostlaust um alt Suðurland og sjórinn ládauður. Var því -þá alment róið til fiskjar. Grindvíkingar voru al- skipa um miðmorguns leytið, 24 skip, flest áttæringar með ellefu mönrium á, og lögðu lóðir sinar i dýpstu fiskileitum, þvi að útlit var hið besta um veður. Ymsir áttu og net úti og vitjuðu þegar um þau, er þeir höfðu lagt lóðir sinar. Að því búnu fóru þeir að vitja um þær. En þegar menn höfðu tekið (dregið) fjórða hluta til helming lóðanna, kl. um hálf ellefu, brast á afar snögglega, »eins og byssuskot«, og eiginlega án nokkurs verulegs fyrirboða, ofsaveður af norðri, svo ekki varð við neilt ráðið. Dokuðu sumir nokkuð við lil að sjá, hvort ekki mundi bráðlega draga úr mesta ofsanum, en svo vildi ekki verða og sáu menn þá, að ekki var til setunnar boðið og skáru þvi frá sér lóðir sinar og bjuggu sig til að leita lands, ef kostur væri. Að »berja« meó árum var ekki viðlit og reyndu menn því að setja upp segl og sigla þangað sem tæki. En það gekk ekki greitt. Þó að djúpmið Grindvikinga séu ekki langt undan landi, 4—6 sjómilur eða lítið eitt meira, og veðrið stæði hér um bil beint af landi, þá gerðist sjór brátt stórkvikur. Þar við bættist hörku frost og barlestarleysi hjá flestum, þvi að afli var mjög lítill, nema hjá þeim, er vitjað höfðu um net sín, svo að skipin þoldu ekki nema hið allra minsta af seglum (þríhyrnur og fokkubleðla). Áður en farið er lengra i frásögninni, verður til skýringar að segja lítið eitt frá staðháttum i Grindavík. Víkin skerst lítið inn, og er all-löng, þar sem hún telst að ná frá Reykjarnestá að Krisi- víkurbergi, hér um bil 16 sjómilur eða 30. km. frá vestri til austurs, en deilist í nokkurar minni vikur. Bygðin er að- eins fyrir miðri vikinni og að mestu leyti í þremur hverfum, en all skamt (3—4 km.) á milli. Austast er Hælsvik, óbygð, að Selatöngum; svo víkin (Hrauns- vík), sem Þorkötlustaðahverfið stendur við, þaðan og að Þorkötlustaðanesi (Hóps- nesi), þvi næst Járngerðarstaðavíkin það- an og að Hásteinum og við hana stærsta hverfið, Járngerðarstaðahverfið, þar sem verslunarstaðurinn er og aðalskipalegan. Svo er víkin sem Staðarhverfið stendur við, frá Hásteinum og að Staðarbergi og loks ysta (vestasta) víkin (með mörgum smávikum, sem Grindvikingar nefna að eins »Víkurnar«, réttast líklega Sandvik- ur) þaðan og að Rejdijanesi. Þar er engin bj'gð, en nokkurar bjarlegar lend- ingar, þegar brimlaust er. Það var gefið frá byrjun, að fæstir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.