Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 12
104 ÆGIR Væri nú óskandi, að fleiri vildu skrifa um þetta mál og láta í ljósi skoðun sína á þvi. Jeg hreyfði málinu í þeirri von, að einhver vildi tala með því eða mót, en enginn virðist vilja athuga það. Hjer er þó reynt að fylgjast með tímanum í einu og öðru, íylgist menn með í þessu og standi ekki aðgjörðalausir og horfl á slys þau, sem farin eru að verða of tíð. Til þessa er það tilviljun ein að mönn- um hefir verið bjargað úr sjávarháska. Á landsbókasafninu fjekk jeg kver sira Odds Gíslasonar um leiðir og lendingar sunnan- og austanfjalls. Sumt af þvi sem þar slendur hefði jeg viljað birta i »Ægi« til leiðbeiningar þeim mönnum, sem þurfa að hleypa suður fyrir Reykjanes og máske leita þar lands, en kverið er prentað 1890 og á 26 árum geta vörður og önnur sjómerki breytst i verstöðum og við lendingar. Þessvegna hætti jeg við það, því hafi breyting orðið á sjómerkj- um, er slíkt villandi. Sjómenn vita aldrei hvert þeir hrekjast eða hvað næst tekur við, þessvegna mundu slíkar leiðbeining- ar máske koma einhverjum að notum í sjóhrakningum, en þær verða að vera rjettar, og mundu reyndir formenn hinir bestu að skýra greinilega frá slíku, hver i sinni veiðistöð og lendingu. Mundu slíkar leiðbeiningar með þökkum teknar í »Ægi« og væri æskilegt ef einhver vildi sinna þvi, að þær kæmu fyrir áramót, svo menn alment gælu glöggvað sig á þeim fyrir næstu vertíð, en best væri að að slíku væri safnað í litið, handhægt kver, sem formenn gætu haft með sjer á sjóinn likt og siglingareglurnar. 24. ág. 1916. Sv. Egilson. Reksturskostnaður við fiskiveiðar í Noregi nú sem stendur. Norska þingmanninum Iínudt 0. Ot- terlei segist svo í »Norsk Fiskeritidende« í júlí 1916. »Jeg hef sjeð, að sum blöð halda þvi fram að reksturskostnaður við fiskiveiðar fari lítið fram úr því nú, sem var áður en ófriðurinn byrjaði. Málsmetandi menn hafa haldið þessu fram og sum blöðin hafa lekið í sama streng. Það nær engri ált, að bera slíkt fram, það sýnir aðeins eilt og það er, að þeir menn og þau blöð, sem það gera bafa enga þekkingu og bera ekkert skinbragð á alla þá örðugleika, sem annar aðalat- vinnuvegur landsins hefur við að slríða á þessum tímum. Sannleikurinn er sá að rekstursgjöld hafa aukist svo, að nú eru þau frá tvisvar til sex sinnum meiri en þau voru fyrir ófriðinn, á þeim vöru- tegundum, sem mest eru nolaðar og ó- hjákvæmilegt að vera án, til þess að geta rekið veiðar. Þessum orðum minum til sönnunar vil eg leyfa mér að nefna nokkrar töl- ur til samanburðar. Steinolia, kol og smurningsoliur eru þær vörutegundir, sem nauðsynlegar eru til véla bæði á mótorbátum og gufuskipum, sem stunda fiskiveiðar. Verð á steinoliu var fyrir stríðið 13,5—14 aurar kilógr., nú er það 28—29 aurar. Meðal mótorbátur með 30 hesta vjel eyðir nú á hverri klukkuslund, sem vjelin er i gangi kr. 4,35, áður kr. 2,02. Verðmunurinn á smurningsolíum er og mjög mikill. Verð á kolum var fyrir striðið frá kr. 1,50 til kr. 2,00 fyrir hekto- liter (c. tunna), nú er verðið 8 kr. eða 100 kr. fyrir smálestina og kol, sem koma frá Ameríku munu vart kosta minna en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.