Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 13
ÆGIR 105 150 kr. smálestin, og ldukkustundin kost- ar skip, sem þau nota 15—30 kr. eftir stærð skipsins. Síldarnet, sem höfð liafa verið með þiliubátum, kostuðu áður 35 kr., nú kosta þau um og yfir 100 kr. Lóð með 100 önglum var áður 10 kr. virði, nú kostar hún 43 kr.; salt kostaði áður 1,80—2 kr., nú kr. 12,50, síldartunnan áður kr. 2,50—3,50, í vetur sem leið komust þær upp í 11 kr. hver tunna, nú er hámarksverð sett 7 kr., og auk þess er óhætt að leggja 1 kr. á hverja tunnu í flutningsgjald til verstöðvanna. Mótorbátur án veiðarfæra sem kostaði áður 10—12000 kr., fæst nú ekki keypt- ur undir 20—25000 kr. Gufuskip um 103 fet kostaði áður, með veiðarfærumj 130,000 kr., nú er slíkt skip komið upp í 250,000 kr. ef ekki meira. Jeg gæti haldið áfram að telja upp, en þau dæmi sem jeg hef tekið hjer fram, munu nægja til þess að sýna og gera ruönnum skiljanlegt hvernig ástandið er. A-Oir munu skilja það, að til þess að standast slík útgjöld, verður að hækka verð á afurðum eigi nokkur von að vera um hagnað, en enn þá hef jeg ekki nefnt hið versta. Það er hinn mikli skortur á veiðarfærum, þvi þótt menn gætu greitt hið afarháa verð, þá fást þau ekki nema af skornum skamti, og vei’ði eigi breyt- mg á þessu innan skamms, þá rekur að þvi, að útgerðin verður að hætta vegna þess að veiðarfæri vanla. Nú liggur fiski- ílotinn altilbúinn til að leggja á stað til síldveiðanna við Island og kostar útbún- uður hans margar miljónir króna, en út- ht er fyrir að fiskimennirnir hætti við þá ferð, vegna ýmsra örðugleika og sök- um þess hve leið yfir hafið er ótrygg. Hvert er verð 'á fiski um þessar mund- u ^ J margar vikur hefur hið hæsta verð a fiski verið, í nágrenni við mig, langa .10 kílógr., stór lúða 0,50 kg., smá- lúða 20—30 aura og upsi 20—30 aur. hvert kilógr. og margir munu hafa feng- ið lægra verð en það sem jeg nefni. Eftir hinn 3. júni í sumar fjell allur fiskur í verði um minst 10 aura hvert kilógr. og verð á lúðu lækkaði mest (um 30 aura) og eftir útliti öllu að dæma, mun verð á fiski falla enn. Fyrir striðið var gefið fyrir löngu 16—17 aur. kiló, keila 12—14 aura, lúðu 60 aur. til 1 kr. og upsa 10—12 aur. hvert kíló. Með því verði á öllu sem til útgerðar þarf, skil jeg ekki að mikill afgangur verði, enda þótt verðið sje hærra nú. Það virðist mjer liggja i augum uppi og jafnvel þeim, sem lítið skynbragð bera á útgerð og fiskiveiðar. En, segja sumir, fiskimenn hafa þó síðastliðið ár grætt mjög mikið, og blöðin hafa kepst um að skýra frá hinum miklu auðæfum, sem líktust því að gullpeningum væri ausið upp úr sjón- um, en þau bæta nú stundum við þegar þau eru að skýra frá einhverju og eins er hjer. Hagnaður fiskimanna í fyrra var ekki nálægt því eins mikill og alment var haldið. í þeim hluta landsins, þar jeg er kunn- ugastur, aílaðist að visu svo, að hlutur- inn var yfir allan timann 3—5000 kr. virði, en ef þessari upphæð urðu fiski- menn að greiða mildar upphæðir fyrir veiðarfæri og byrgja sig upp að því er til úthalds þurfti fyrir næsta ár, og skildu þeir hafa haft einhvern afgang ætti ekki að öfunda þá af því. Atvinna sú er þeir stunda er bæði örðug og hættuleg, og hvað hún er fyrir landið í heild sinni vitum vjer allir og ættum því ekki að sjá ofsjónum þótt þeir stæðu ekki slippir eftir ársvinnu sina. Fiskiveiðar eru hættuleg og ótrj'gg at- vinna. Veiðarfæramissi er tíður og afli misjafn og alt er óvíst. Þess vegna er það lieimskulegt að álíta, að þótt eitt ár

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.