Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 15
ÆGIR
107
hugmynd að fæða t. d. eins og síld sje
aðeins hafandi lil þess að gefa hana belj-
um. Vonandi verður einhver breyting
komin á þetta þegar börnin okkar fara
að ala sín börn upp, en breytingin þyrfti
þó að komast á sem fyrst, við verðum
að fara að nota það sem landið og sjór-
inn gefur af sjer betur en gert er, höfum
ekki ráð á öðru.
Sv. E.
Námsskeið.
Nú fer að liða að þeim tíma, að hlje
verður á flskiveiðum á sumum stöðum
hmdsins, þetta tækifæri er þá notað á
ýmsan hátt, aðallega til að undirbúa sig
hl næsta veiðitima. Einnig heflr þetta hlje
verið notað til að halda mótornámsskeið.
Hefur nú verið ákveðið, að haldin skulu
Ijögur námsskeið á komandi vetri, og
byrjar 1. námsskeiðið á ísafirði 1. októ-
ber, svo i Reykjavík í nóvember, á öðr-
"m stað á Suðurlandi i janúar og á
Austfjörðum síðast i febrúar. Það er ekki
bægt að sinni að ákveða nær þau byrja
a hverjum stað, og er það vegna þess að
samgöngurnar eru svo örðugar nú, eins
og allir vita. Verður það því auglýst siðar,
nær námsskeiðin byrja.
I-’ar eð svo margar beiðnir hafa kom-
ið um að haldin verði námsskeið á ýms-
um stöðum landsins, þá verður ómögu-
að sinna þeim öllum. Það er
Því óskandi, að sem flestir sæktu þessi
namsskeið á þeim stöðum, sem þau verða
^aldin, því óvist er nær tækifærið kemur
aftur.
Utgerðarmenn eiga einnig heimling á
Pv>, að menn sem fá jafn gott kaup, sem
niótorislum nú er goldið, kosti einhverju
n, sem geri þá hæfari í stöðuna; von-
andi verður þess ekki lengi að bíða, að
menn verða skyldaðir til þessa náms,
því auðvitað þarf þess hjer með, við þetta
starf, sem annað, þar sem sjerþekking
kemur til greina.
Mótoristar, sýnið að þið unnið starfi
ykkar og viljið auka álit stjettar ykkar,
en til þess er að eins ein leið, og það er
að fá meiri þekkingu á starfinu, og öðru,
sem að þvi lýtur, með þvi komist þið
ijettara i gegn um lífsskólann, sem svo
oft verður oss erfiður.
Ó. S.
Námsskeið.
Veturinn 1916—1917 verða mótornáms-
skeið haldin á þessum stöðum:
Á ísafirði, byrjar 1. október,
í Reykjavík, byrjar i nóvember,
á öðru slað á Suðurlandi i janúar,
á Austfjörðum í febrúar siðasl.
Síldveiðar HoSIertdinga
í Norðursjcnum.
Mikil breyting hefur orðið á sildveið-
um í Norðursjónum siðan ófriðurinn
hófst.
Á heimsmarkaðinn 1915 koinu 1 miljon
tunnur af saltaðri síld en 1913 voru þær
4 miljónir. Þjóðir þær, sem við stríðið
eru riðnar hafa ekki getað komið því
við að stunda þessa veiði. Hvorki Eng-
lendingar nje Skotar, sem jafnaðarlega
verkuðu um 2lh miljón tunnur af síld,
hafa stundað sildveiðar svo nokkru nemi,
og hinn mikli sildaríloti Þýskalands
hefur aðeins getað veitt á litlu svæði í