Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 7
ÆGIR 99 en nokkurum af skipshöfninni skipað þar við borðstokkinn og sættu þeir lagi, að kippa hinum hröktu mönnum inn fyrir hann, í hvert skipi, sem sjórinn lyfti skipunum upp í hæð við borðstokk kútt- arans, þannig að tekið var í hendur þeim og handleggi. Var þetta ekki vandalaust verk, eins og ástalt var, en svo snildar- lega tókst það, að allar skipshafnirnar, 38 manns, náðust með heilu og höldnu, án þess að hið minsta slys vildi til, og voru þó á meðal þeirra menn um sjötugt. Furðu lítið varð og að sjálfum skipun- um meðan á þessu stóð. — Fyrsta skipið kom að »Esther« kl. um 4, en hún var ekki mikið yíir 5, þegar skipshöfnin á siðasta skipinu var komin um borð í »Esther« — svo að ínrða má heita, hve greitt það gekk, þrátt fyrir alla erfiðleik- ana, og sjaldan heíir líklega einum klukkutíma verið betur varið. Ekki lægði veðrið, heldur fór það þvert á móti versnandi með kveldinu, herti bæði ofveðrið og frostið; var því ekkert viðlit fyrir »Esther« að reyna að slaga inn á Grindavík, til þess að koma tólkinu til lands. Var þvi ekki annað að gera, en að leggja henni til drifs og láta »hala« auslur á bóginn og bíða betri tíma. Það var ekki vistlegt innanborðs á »Esther«. Sjóírnir skullu i sífellu yfir, hlé- borðsstokkurinn var oftast undir sjó og mikið af dekkinu á hléborða. Uppi var þvi ekki verandi fyrir hina hröktu menn, sem margir voru orðnir allþjakaðir af þreytu, vosbúð og kulda. Var þeim því dembt niður, eins og þeir stóðu í skinn- klæðum og öllu saman, klakaðir og blautir og veiltur hinn besti beini og aðhjúkrun sem föng voru á, ogsýndi öll skipshöfnin á »Esther«, æðri sem lægri, þeim hina mestu nákvæmni og umhyggju. Má nærri geta að þröngt hafi verið á »Esther« við þessa heimsókn, 27 manns fyrir og 38 bættust við, alls 65 manns, og er sist að furða þó þungt hafi orðið loftið í íveruklefum skipsins, þar sem svona mörgum mönnum, að undantekn- um þeim af slupverjum sem á verði voru uppi, var troðið saman, en flestum smug- um varð að loka sökum sjógangsins. Varð ýmsnm af hinum björguðu mönn- um óglatt, er þeir komu úr storminum og kuldanum í hitann og svæluna niðri í skipinu og jók það eðlilega ekki á loft- gæðin, en undir þessum kríngumstæðum var það nú aukaatriði. Skipið dreif nú austur og undan og sjórinn versnaði eftir því sem lcngra kom frá landi, og um nóttina varð að ryðja út nokkuru af barlestinni til þess að létta það nokkuð og lifur var hengd út í pokum til þess að lægja brotsjóina. Urðu menn að dúsa niðri allan næsta dag (laugardag) og sunnudagsnótt, en á sunnudagsmorguninn fór veðrinu loks að slota svo mikið, að hinir bröttustu fóru að koma upp. Var skipið þá komið langt út í haf, suður og vestur af Vestmanna- eyjum. KI. 8 sama morgun var skipinu lagt lil siglingar og um kvöldið náði það undir Reykjanes, nálægt þeim stað, er björgunin fór fram; svo var vent og haldið undir Krísivikurberg og látið fyrir- berast þar um nótlina. A mánudags- morguninn var sjór farinn að kyrrast og var þá öllum skipað upp á dekk og mjög svo nauðsynleg ræsting gerð á hí- býlum skipsins. Að liðandi hádegi á mánudag var loks skipinu lagt til siglingar inn á Grinda- vik og kom það á Járngerðarstaðavík um nónbilið og skilaði þar af sér öllum mönnunum, eftir að hafa haft þá innan- borðs i 3 sólarhringa. Rað hafði verið ætlun skipstjóra, að reyna að bjarga skipunum sjálfum og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.