Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 9
ÆGIR 101 voru einhverjir garpar, sem reru ýmist þar, í Höfnum eða Njarðvíkum eftir átt- um og voru svo vel að manni, að þeir settu skip sitt yfir skagann úr einni veiði- stöðinni í aðra. Mér hefur fundist þessi hrakningur Grindvíkinga og ýmis atvik, sem snerta hann, vera þess verð að þeirra sé getið nokkuð ýtarlegar, en gert hefur verið. Hafa víst margir við þetta tækifæri sýnt það þrek og snarræði, að því mundi haldið á lofti, ef það hefði farið fram á einhverjum íþróttavelli á landi, frammi fyrir »áhorfendum«. Og þetta er ekki nema eitt dæmi, sem »oft verður slikt á sæ«. — Frásögn min er mest bygð á skriflegum og munnlegum uppl5rsingum eins af formönnunum, sem bjargað var á »Esther«, Sæmundar Tómassonar, syst- ursonar mins, á viðtali við Guðbjart sldp- stjóra, og á skriflegum skýrslum nokk- urra annara formanna, sjerstaklega þeirra er brutu skip sín við Reykjanes, og vona jeg að hún sje í öllum verlegum atrið- um rjett. í júli 1916. Bjarni Sœmundsson. B j örg-unarskip. í sambandi við grein þá um hrakning Grindvíkinga í ofsarokinu 24. Mars þ. á., eftir hr. Bjarna Sæmundsson, sem hjer birtist í »Ægi«, vil jeg enn leyfa mjer að fara fáeinum orðum um nauðsyn þá, er mjer virðist vera til þess að landið eign- ist björgunarskip. Litlu munaði, að enginn hefði getað skýrt frá hrakningi þessai’a manna, það var að eins tilviljun, að Esther var á þeim stað þar sem bátarnir sáu hana; tilviljun ein, að allir reru ekki lengra þennan morgun, þegar ekkert sást, sem benti á að ofsaveður væri í nánd, og yfir- leitt er það hingað til aðeins tilviljun, að bátum þeim, sem upp á síðkastið hafa rekið undan landi fyrir sjó og vindi út í opinn dauðann, hefir verið bjargað. Menn eru farnir að reiða sig á, að »Geir« sje ávalt til taks, en við verðum að muna það, að hann hefur annan starfa, en hefur til þessa brugðið drengilega við, þegar hann hefur verið kallaður, eða hans leitað til björgunar. Setjum svo, að skipstjóri á »Geir« fengi tvö símskeyti í einu, annað þess efnis, að bátur væri að reka undan landi í ofsa- veðri og hann beðinn að elta og reyna að ná mönnunum, hitt þess efnis, að skip, hvort lieldur botnvörpuskip, eða eitthvað annað skip, hefði siglt á sker, og væri illa statt. Hverju skeytinu ætti hann að sinna? Efalaust því síðara, því til þess er hann hjer, hans starf hjer við land er beinlínis það, að ná út og reyna að bjarga skipum, ná þeim af grunni svo fljótt sem auðið er og gera alt til þess, að skemdir verði sem minstar, þess vegna verður hann að hraða sjer þangað, sem skipsstrandið varð, og mjög efasamt, hvort skipstjóri megi fara nokkra auka- ferð, því á hverri mínútu getur hann búist við að vera kallaður til þess að framkvæma aðalstarfið, og þangað fer hann. Mun þatta nægja til þess, að menn skilji, að á þetta skip er eigi að treysta. Þegar þess er gætt, hve mjög útvegur landsins vex árlega, og að hin árlega við- bót er að mestu mótorbátar, sem oft eru illa útbúnir að seglum, og þótt segl sjeu i lagi i byrjun munu þau brátt verða ljeleg af brúkunarleysi og illri hirðingu, að þessir bátar eru að mestu eða öllu leyti knúðir áfram með vjelinni, þá má

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.