Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 16
108
ÆGIR
Hamborgarflóanum og haldið úti fáum
skipum vegna mannaleysis.
Öðruvísi er þessu háttað hvað Hollend-
inga áhrærir; þeir stunda sildveiðar af
hinu mesta kappi þrátt fyrir allan ófrið
og nota tækifærið, meðan þeir eru einir
um liituna til að auka útveg sinn og eiga
nú fleiri veiðiskip, en þeir áður hafa átt.
í fyrra voru síldveiðaskip Hollendinga
725 að tölu, í ár eru þau 852. Af þess-
um skipum eru yflr 300 gerð út frá
Scheveningen og um 200 frá Vlaardingen.
Gömlu kú/fm eru hjer um bil horfin,
en í stað þeirra eiga Hollendingar nú
nýtisku seglskip (stálskonnortur) og hafa
þeir eignast 100 slik skip siðan i fyrra
frá 637—732 og gufuskipum er stunda
síldveiði hefur tjölgað frá 52 upp í 80.
Meiri hluti þessara skipa byrjaði veið-
ar í aprílmánuði, og hafa þau lagt af
sjer mörg þúsund tunnur af 1. flokks
matjes-sild og hafa fengið 90 kr. fyrir
tunnuna á þeim stað, þar sem þeir leggja
afla sinn á land. Fyrirsild, sem verslun-
arvöru til Þýskalands, hafa verið borg-
uð 100 mörk.
Hollendingar eru nú að veiðum um
allan Norðursjóinn og fara jafnvel norður
íyrir Shetlandseyjarnar og aíla þar.
Heima.
Erindreki Matth. Þórðai’son
kom frá útlöndum 31. júli og dvaldi
hjer nokkra daga, en fór siðan til Norð-
urlandsins og er þar enn (27. ág.).
Erindreki Matth. ólaí'sson
er nú sem stendur á ferð um Norður-
land, lagði á stað hinn 12. ágúst og óvist
hve lengi hann verður á því ferðalagi. í
sumar hefir hann undirbúið þýðingu á
matreiðslubókum. Eru það litil kver, sem
»Foreningen for de Norske Fiskeries
Fremme« gaf út, og eru það leiðbeining-
ar til þess að matreiða sild og krækling
á ýmsa vegu og um notkun þessara fæðu-
efna. Kverin hafa verið gefln út í Noregi
með tilliti til dýrtíðarinnar og fá þau
mikið lof þar. Stjórnarráðið áleit, að
kverin væru þess verð, að þau væru
þýdd og kæmust út meðal almennings
og væri óskandi, að þau yrðu til þess,
að koma mönnum til að gefa síld meiri
gaum, sem manneldi, en til þessa hefur
verið gert.
Liklega verða kverin prentuð i haust.
Vjelfræðingur Ól. Sveinsson
er um þessar mundir í bænum. Fyrri
part sumars hafði hann verið kallaður
vestur til ýmsra leiðbeininga og hjer hef-
ur hann leiðbeint ýmsum i sumar. Hann
byrjar nú í haust á námsskeiðum þeim,
sem hann nú getur um i þessu tölublaði
»Ægis« og hjer verða auglýst.
Aíiahrðgð í Vatnsleysustrandarlireppi
á velrarvertíðinni 1916.
Stjórn Fiskitjelagsdeildarinnar »Dröfn«
á Vatnsleysuströnd hefur sent skrifslofu
Fiskifjelagsins í Reykjavik itarlega skýrslu
um aflabrögð síðastliðna verlíð og birtist
hjer aðalinnihald hennar.
Alls aflaðist i hreppnum:
54878 st. af þorski, 158063 st. af smá-
fiski, 14070 st. af hrognkelsum og lifur
varð 14587 litrar.
Bátar voru alls 31, af þeim voru 5
mótorbátar, hitt róðrarbátar, af þeim
voru 3 áttæringar, 9 sexæringar, 12 bátar
með 3 mönnum og 2 tveggja manna för.
2 mótorbátar byrjuðu veiðar í miðjum
febrúar, en flestir fyrri hlutamarsmánaðar.
1 mótorbátur fórst með öllum mönn-
um, það var »Hermann« eign Bjarna
Stefánssonar á Stóru-Vatnsleysu og var
Sigurður L, Jónsson formaður á bátn-
um. Hann fórst í norðanveðrinu mikla
24. mars s.l.
Prentsmiðjan Gutenherg.