Ægir - 01.08.1916, Blaðsíða 8
100
ÆGIR
voru þau því öll fest aftan í »Esther«, en
þau töpuðust smámsaman öll og var
ekki við öðru að búast, þegar svona var
ástatt.
Sennilega hefir fólkinu, sem heima var
í Grindavik, ekki verið rótt daginn sem
óveðrið skall á, þegar ekki nema 4 skip
af 24 náðu lendingu sinni. 20 skip, með
milli 210 og 220 manns á, vantaði, og
tvísýnt, hvort nokkurt þeirra gæti náð
landi, eina vonin hetði þá orðið, að ein-
hver þeirra hefði getað náð í fiskiskip,
sem ef til vill hefðu verið á þeim slóð-
um um þetta leyti. En það fór betur
en áhorfðist, eins og nú hefur verið
greint frá, og um kvöldið höfðu menn
víst fengið fregnir af því, hvernig öllu
reiddi af. Ró var óvist um orlög hinna
fjögurra skipa, sem »Esther« bjargaði,
nema það, að vitavörðurinn á Reykja-
nesi hafði sjeð »Esther« heiman að frá
sjer, og einhver skip halda út að henni,
og að hún hefði felt forseglin, þegar þau
nálguðust hana. Urn þetta sendi hann
skeyti austur í Grindavík þegar um kvöld-
ið. Menn voru því milli vonar og ótta
um, hvort öllum skipshöfnunum hefði
verið bjargað eða ekki og nærri má geta,
að glaðnað hafi yfir mönnum, þegar
»Esther« kom með alla mennina heila á
hófi inn á Járngerðarstaðavik á mánu-
daginn.
Það má telja Guðbjart og menn hans
mikla lánsmenn, að geta bjargað svona
mörgum mönnum, úr bersýnilegum lífs-
háska, og um leið firrt marga óbætan-
legum ástvina- og fyrirvinnumissi, og
heila sveit miklum vandræðum og spar-
að landinu í heild sinni manntjón, sem
það síst má við, því að flestir þeir sem
bjargað var voru, eins og vant er um
menn, sem stunda fiskiveiðar á vetrar-
vertíð sunnan lands, voru á besta skeiði,
og margir úrvalsmenn.
Þetta er nú i annað skifti með fárra
ára millibili, að Gnndvikingar hafa kom-
ist í hann krappan. Svipaður atburður
þessum gerðist 11. mars 1911. Þá hrakti
7 skip, 6 úr Járngerðarstaðahverfi og 1
úr Staðarhverfi, til hafs í norþaustan
stórviðri, sem brast mjög snögglega á,
og bjargaði kúttarinn »Fríða« úr Hafnar-
firði, skipstjóri Ólafur Ólafsson 6 af sldps-
höfnunum, eða 56 manns, en eitt skipið
náði landi upp á eigin spýtur, enda slot-
aði því veðri mjög fljótt aftur. Vita Grind-
vildngar nú, að þeir eiga góða hauka í
horni, þar sem eru fiskiskipin íslensku,
sem oft eru á ferð þar framundan, og
er það mikil hugfró, meðan landið sjálft
er þess ekki megnugt að eiga björgunar-
skip, sem megi kalla. til hálpar, þegar
svona stendur á. Sjálfsagt mundu og út-
lend fiskiskip oft liðsinna, et þau bæri
að, það hafa þau oft gert við Vestmanna-
eyjar.
Þetta áfall bakaði Grindvikingum mik-
ið tjón, beinlinis og óbeinlínis. Þeir mistu
7 skip, töfðust flestir frá róðrum nokk-
ura daga og sumir þeirra, sem skipin
mistu, marga daga. í sambandi við það
má geta þess, að 5 af skipunum, sem
lentu heil á »Víkunum«, voru flntt land-
veg, sett austur í Staðarhverfi, 5—7 km.
veg, yfir hraun (ekki mjög úfin að vísu)
og vegleysur, og má kalla það þrekvirki,
enda þótt 30—40 manns væru um hvert
skip og þeir væru 1—2 daga með þau á
leiðinni. Þeir tóku þann kostinn af þvi
að þeir voru hræddir um að hann mundi
ganga i suður með brim, (en á Víkun-
um er mesti brimarass), upp úr norðan-
veðrinu, svo að þeir næðu skipunum
ekki út, fyrr en einhvernlima, og meðan
norðanveðrið stóð, varð hvort sem var
ekkert gert þarfara.
Þetta minnir mann á sögurnar sem
ganga í Grindavík um »Junkarana«; það