Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1917, Qupperneq 10

Ægir - 01.08.1917, Qupperneq 10
114 ÆGIR rekakkeri hæfilegt á skipsbát og ætlaði það nægilegt fyrir miklu stærri fleytu. Hans munnlega vottorð hljóðaði svo: y>Rekakkeri eru ónýta. Það er satt, að sé stærðin ekki í samræmi við stærð skipa þeirra, sem þau eru ætluð, þá má ekki búast við, að verkun verði eins og menn væntu hana bezta, en séu nægir strengir til á skipi, þá má þó auka mótstöðu- kraft rekakkeris, með þvi að hafa það nógu langt frá skipinu, líkt og of-lítið akkeri getur haldið lengi, séu festar langar og gefið sé eftir á þeim, og aldrei má fordæma hlut, fyrri en rétt notkun hefir s^rnt, að jafnvel með henni er hann gagnslaus, að eins til ónæðis og vinnu- auka, en þá er líka rétt að ráða frá að nota hann. En að gefa vottorð um björg- unartæki, sem nú tiðkast um allan heim og eru lögboðin, og kalla þau ónýt, vegna þess að misskilningur og vöntun á hag- s}7ni, sj7ndi tækið öðruvísi en búist var við, það getur i þessu atriði orðið sjó- farendum dýrt, einkum þar sem um óþekt tæki er að ræða, þvi ekki veitir af sluðning úr öllum átlum til að ryðja þessu rúm, en hann fæst bezt með því að at- hugulir formenn reyni bæði þetta og annað, sem á kann að verða bent í þessa ált, og gefi svo vottorð um árangur, sem að eins getur orðið góður, sé hin rétta aðferð viðhöfð. Og þeir sem vilja gera þetta, eiga að hafa það hugfast, að alt, sem þeir gera til að greiða götu þessa máls, verður stétt þeirra til ávinnings, og komist það á, fyrir tilstyrk okkar, að menn fari alment að athuga og gefa björgunartækjum gaum, þá er það spor stigið, sem á komandi tímum verður mörgum skipshöfnum og einstökum mönnum til lífs. — Þýðingarlaust er að kaupa björgunartæki, að eins til að geta sagt, að þau fylgi bátnum, og að farið sé eftir öllum reglum, en geyma þau ásamt slökkviáhöldum og fleiru uppi á hjalllofti, það styrkir ekki þetta mál og ekki heldur hin mikia rósemi, að vilja láta sér nægja að bíða enn þá í 2 ár, þangað til stjórn Fiskifélagsins á næsta Fiskiþingi kemur með ákveðnar tillögur um bjafgráð. Þann drátt kalla eg vand- ræðaráð. Fyrir 2 árum var alt lagt upp í licndur fiskiinanna hér lil að hefjast handa og gleypa við þvi bjargráði, sem eg kallaði rekakkeri. Áhugamaður, sem ekki er fiskimaður, býðst til að útbúa björgunar- tækið; — fyrir því er skrifað, það aug- lýst og verður verzlunarvara. Sjálfurhefði eg ekki dirfst, sem þjónn Fisldfélagsins, að nota málgagn þess og allrar sjómanna- stéttar landsins, og sem mér er trúað fyrir, til þess að fara þar með þvætting og markleysu, einkum þar sem aðalmark ritsins er að leiðbeina eftir föngum i því, er snertir farmensku og fiskiveiðar. I blöðum hafa enn engar mótbárur komið gegn skrifum um rekakkeri, að undan- skildu því, að maður hér i bæ ritaði um nafnið i »Vísi«, en þar eð eg lagði meiri áherzlu á hugmyndina en nafnið, þá sluddi það lítið mál þetta, að mér fanst. Það getur komið að gagni, hverju nafni sem nefnist, likt og meðul, sem við sækj- um í lyfjabúð, geta komið að notum, þótt nöfn á þeim séu máske ekki við ein- stakra manna hæfi, sökum þess að þau eru enn ekki islenzkuð. Andþófsstjóra kallaði síra Oddur sál. Gislason hugmynd þessa, og mun það nafn gott og vel við eigandi, og vitna eg hér til bréfs, sem hr. Jakob Thorarensen á Gjögri skrifaði mér í vetur. í bréfinu segir hann svo: »í Ægi rak eg mig á grein um rekdufl og smíðaði eg eitt eftir fyrirsögninni um tilbún- ing þeirra, en hafði tréþynnur í staðinn fyrir striga. Bjó eg það til i því skyni að brúka það við haldfæri, og hefi eg góða von um

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.