Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1917, Page 12

Ægir - 01.08.1917, Page 12
116 ÆGI R heimtar að stýrissveifin sé tekin út að bakborðshliðinni og stjórnborða hið mót- setta. Afturhluti skipsins snýst við fyrri skipunina til bakborða, og sá, sem rugl- aði nokkru hér saman, og vissi ekki, að það væri afturhluti skipsins sem snerist, þegar stýrissveifin væri hreyfð, hann vissi þá heldur ekki hvernig hann ætti að fara að, dytti einhver fyrir borð, og skipið væri á ferð. Komi slíkt fyrir, þá er það hið fyrsta, að forðast að rota manninn með skrúfunni. Detti maður út á stjórn- borða, þá á að leggja stýrið hart bak- borða til þess, að skrújan verði sem Jjœrst manninum, þegar hann kemur móts við liana, og gagnstœtt, jalli hann út á bak- borða. Misskilningur >í þessu efni getur orðið manni að bana. Hinn mesti velgerðamaður farmanna er og verður Englendingurinn Samuel Plim- soll, fæddur 1824, d. 1898. Hann var lög- fræðingur, en gerðist kolakaupmaður í I.undúnum 1854. Honum blöskraði græðgi kaupmanna, sem hlóðu svo gömul skip sin, að hætta var að fara á þeim milli næstu hatna, hvað þá yfir höfin. Þingmaður varð hann 1868 og á þinginu hóf hann baráttuna gegn hinum aura- sjúku verslunarmönnum og ofhleðslu skipa þeirra. Hann heimtaði skipaskoðun og að hleðslumerki væri sett á hliðina á hverju skipi og hleðsluborðið ákveðið. Óllu þessu fékk hann áorkað, og vissu þó allir, að hér var um milljarða sterl- ingspunda farmgjald að ræða fyrir landið, sem hlaut að tapast á komandi timum, en mannúðin mátti sin meira, og hann kom sinu fram; en við þetta brá svo, að skiptapar minkuðu, og þá fóru menn að athuga þetta víðar, en það var þó verk eins manns. Hringurinn á hliðum skipa heitir Plim- solls-merkið, og skiparæflar, sem enn sigla um sjóinn, og fljóta að mestu á timbri því, er þau flytja, eru alment meðal farmanna kölluð Plimsollsku lik- kisturnar, því líkkistur nefndi hann oft skipin í ræðum sinum. Fyrir nokkru leitaði eg upplýsinga hjá Samábyrgðinni um það, hve þung akkeri ættu að vera á mótorbátum af ýmsum stærðum, en mér var svarað, að engar reglur væru fyrir þvi. Þetta skildi eg ekki, að slíkt væri ekki fast ákveðið hjá félagi, sem borgaði skaða á skipum og hlyti þess vegna að krefjast, að alt væri svo á hinum vátrygðu skipum, að sem minst- ar likur væru til að það þyrfti að borga út fé. Fór eg því víðar en fékk sömu svör og leitaði síðan í bókum, en fann ekkert, er átti við stærð þeirra skipa, sem eg var að afla mér upplýsinga um. Að síðustu fór eg til hr. Daníels Þorsteins- sonar verkstjóra í Slippnum; er hann skoðunarmaður skipa og hann gat gefið þær bendingar, sem ættu að vera ábyggi- legar, og sem Samábyrgðin ætti að láta fylgja skilmálum, þegar hún tekur skip i ábyrgð. Reglur þær, er hr. Daniel Þor- steinsson gaf, eru þessar: 12—15 tonna bátur þarf 2 akkeri; á annað að vega 120 pd., hitt 150 pd. og 30 faðma langa keðju á öðru akkerinu, en 45 faðma á hinu. 30 tonna bátur þarf 2 akkeri, annað 200 pd , hitt 250 pd. og keðjur als 100 faðma. 40—50 tonna bátur, bæði akkeri jafn- stór, hvort 300 pd. og 120 faðma keðjur samtals. Akkeri þessi eru lítið eitt þyngri en bátar af sömu stærð mundu hafa þau í útlöndum, en hér er um hafnaleysi að ræða, og af þessum þunga mun ekki veita hér. Samábyrgðin mun ein hafa leyfi til að ákveða gildleika á keðjunum, og enginn að ákveða neitt um það, nema hún ein.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.