Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1917, Side 18

Ægir - 01.08.1917, Side 18
122 ÆGIR Þar sem það gæti orkað tvímælis, hvort vitarnir væru ákveðnir í frv. á sem allra haganlegustu stöðum, hefir þótt rétt að setja í frumvarpið ákvæði um, að brej'ta mætti um vitastæði, ef það kæmi í ljós síðar, að annar staður þætti heppilegri. Vitanlega er eigi fyrir að synja, að eigi geti komið kröfur um vita á enn fleiri stöðum en gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, en þá yrði að sjálfsögðu að koma sér saman um það við vitamála- stjórnina, en svo virðist, að fyrst um sinn megi hlita við þann vitafjölda, sem frum- varpið gerir ráð fyrir. Heima. „Þórður kakaliÍÉ, eign hr. S. Carl Löve á Isafirði, er ný- smíðað skip og kom hingað i sumar. Það er mótorskip með G8 h. a. Tuxhamvél, er 34 tonn að stærð, 65 fet á lengd, 15^/2 fet á breidd og fet á dýpt, hefir 2 patentakkeri og annan úlbúnað ettir n\r- týsku sniði. Það sem einkennir þetta skip frá öðr- um líkum skipum, sem seld hafa verið til landsins er það, að það er hið fyrsta og eina skip ennþá, sem hefir raflýsingu, og er henni lýTst i ritinu »Elektron« 7. tbl. þ. á. þannig: »Dynamóin, sem með belti er knúin af mótor skipsins framleiðir 400 watt við 14—18 volta spennu. 83 amp. / stunda rafmagnsgeymir lýsir upp skipið þegar vélin er ekki í gangi. Á skipinu eru 10 lampar og einn lítill Ijósverpir »refiector« samskonar og bifreiðar nota.« — Hr. Löve segir að 10 tíma geti logað á öllum ljósum skipsins án þess að vél- in sé í gangi. — í hinum lögskipuðu topp- og hliðarljóskerum eru rafmagns- ljós, en skildi eitthvað verða að þeim, er einnig útbúnaðnr fyrir lögboðin ljós af vanalegri gerð. Hr. Löve segist aldrei sjá eftir þvi 2já þúsundi króna, sem hann borgaði fyrir ljósaútbúnað skipsins. Eitt er það þó, sem Löve er ekki ánægð- ur með á skipi sinu, og er það áttavitinn. Hér, eins og á flestum mótorbátum, er ilt að stýra eftir honum, en Löve hefir góða von um, að koma honum fyrir á þeim' stað, sem greinilega sést á hann. Án efa verður ljósaútbúnaður þessa skips til þess að fleiri fari að taka hann upp. Ægir óskar hr. Löve til hamingju með skipið. „Svanur II. eign hr. Lofts Loftssonar, er einnig ný- smíðað skip, og kom hingað til lands í surnar. Vér höfum eigi haft tækifæri til að skoða það skip, nema lítið eitt á þil- fari og er alt þar hið vandaðasta. Eitt er það þó, sem einkennir það við fyrstu sjón frá öðrum mótorbátum hér. Það er út- búnaður til þess að hækka skjólborð (lönningu) skipsins. Er úlbúnaður sá einkum ætlaður til þess, að síld tolli betur á þilfarinu, en getur einnig orðið til þess, að menn tolli þar betur, þegar ilt er i sjóinn og stormasamt er. Útbúnaður þessi er þannig, að í gegn um hástokkinn er stungið skaftinu á tví- álmuðum greipum eða forkum, og þvi fest undir hástokkinn með skrúfaðri ró. Greiparnar standa svo upp frá hástokkn- um með jöfnu millibili, og milli álm- anna er komið fyrir þar til gerðum fjöl- um, sem þannig hækka hástokkinn tölu- vert og gera veruna á þilfarinu miklu öruggari fyrir þá, er þar eiga að vinna í misjöfnu veðri. — Þessu er fljótlega fyrir- komið og fljótlegt að kippa þvi burtu og

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.