Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1917, Page 19

Ægir - 01.08.1917, Page 19
ÆGIR 123 allur útbúnaðurinn ódýr, og þess verður, að hann sé athugaður, því á siglingu ætti ávalt að nota hann, enda mun hann reynast hið mesta þing. Ægir óskar hr. Lofti Loftssyni til ham- ingju með skipið. Vitar og sjómerki. Á Dalatanga (sunnanvertviðSeyðis- fjörð) er verið að hyggja þokulúðurstöð, og er gert ráð fyrir, að tekið verði að starfrækja hana nú í haust, væntanlega i byrjun októhermánaðar. Lúðurinn gefur frá sér eitt 3ja sek. langt hljóð einu sinni á hverri mínútu. Hann er i byggingu áfastri við vitann og málaðri eins og vitinn. Að því er þokulúðra snertir, ber þess að gæta, sem hér segir: að aldrei er hægt að vita, hve langt hljóðið berst; það er algerlega undir ásigkomulagi loftsins komið. Stundum getur hljóðið heyrst yfir 10 sm., en stundum ekki einu sinni 2 sm. Einn- ig getur komið fyrir, að það heyrist betur i mikilli en lítilli fjarlægð, að þoka getur verið á sjó, einkum á nóttum, án þess að þess verði vart við þokulúðurinn, að mjög örðugt er að gera sér grein fyrir, í hvaða stefnu eða hve langt maður er frá þokulúðrunum, að bergmálið frá þokulúðrunum er oft öðruvísi en hljóðið sjálft, vanalega lengra og veikara og heyrist stundum úr öfugri átt, að samkvæmt framanskráðu ber að skoða þokulúðurinn aðallega sem varúðarmerki og til áminningar fyrir sjófarendur um að sigla hægt og gætilega og nota »lóðið«. Sjómerki. Bæði merkin (vörður með toppmerkj- um), sem sýna skipaleguna á Lórshöfn á Langanesi, eru nú fullgerð. Sjá Lögþ.bl. 14. des. 1916, nr. 53. Lögb.bl. Erlendis. Pýsku risakafbátarnir nýsmíðuðu. (Burð- armagn um 6000 tons, hafa 40 tundur- skeytahlaup og 12 fallbyssur). Siðan kafbátahernaðurinn hófst og augu manna opnuðust fyrir þvi, að hér var um hernaðartæki að ræða, ógurlegri og verri viðureignar, en nokkrum hafði til hugar komið, hafa ýmsar getgátur verið um útbúnað og endurbætur á þess- um morðtólum, sem þó að nokkru leyti íóru í rétta átt, en náðu þó eigi eins langt og raun er nú á orðin. Það sem nú er komið á daginn er eftirfylgjandi, sem tekið er úr þýsku sjóhernaðarriti og birtist í Norsk Handels- og Sjöfartstiden- de 14. júlí þ. ár. Hinir nýju kafbátar eru nú þegar orðnir afarstór og mikil skip. Þeir eru um 140 metra langir, 11,3 metra á hreidd, rista 7,35 metra er þeir eru ofansjávar, en 9,5 metra, er þeir eru það í kafi, að þak varðturnsins sé í sjávarskorpunni. Burð- armagn slíks skips eru 5500—6000 tons. Mótorarnir hafa 20,000 hestöfl og þegar sá kraftur er notaður ofansjávar, knýr hann skipið áfram 28—30 enskar mílur á ldukkustund, en neðansjávar er hrað- inn 15 e. mílur. 40 tundurskeytahlaup eru á þessum skipum, 18 á hvorri hlið, 2 að aftan og 2 fram við stefni. í hverri ferð hafa þau með sér 76 tundurskeyti, 45 cm. að gildleika, og auk þess 150 sprengidufl, og hafa öll tæki til að leggja þeim. Fallbyssurnar eru 11,9 cm. Auk þessa eru ýmsar endurbætur

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.