Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1918, Side 9

Ægir - 01.07.1918, Side 9
ÆGIR 109 með seglum sem önnur skip. Ekki eru möstur og reiði það smásmíði að þau séu eða eigi að vera að eins til prýðis, og eru það heldur ekki, því það er margsannað að skip þessi koma á segl- um einum trá útlöndum, og gengur vel yfir hafið, en er þau eru hingað komin er það viðkvæðið, að þau komisl ekkert áleiðis með seglum, en sé það rétt, þá er að laga það, því lag skipanna sýnir sig og það eitt sannar, að hér sé ekki farið með rétt mál, því þau hljóta að sigla vel, sé seglum hagað eins og ber. Eg man vel eftir gömlu dekkbátunum hæði í Reykjavik og í Hafnarfirði, man eftir Sandgerðis og Rrunastaðabátunum. Sömuleiðis hef eg séð ýmsa báta á Vest- urlandi og hafa hvorki þeir né hinir -fyrnefndu haft fleiri álnir yfir sér, en mötorbátar }rfirleitt nú. Sumir af gömlu dekkbátunum höfðu t. d. að eins eilt mastur og bómutaust stórsegl og fóru samt yfir stag sem snælda. Þar voru aðhlynningar og verustaður skipverja svo, að engum úlgerðarmanni dettur nú í hug að bjóða fiskimönnum slikt, enda eru hinir nýju mótorbátar bæði vistlegir °g vel um þá gengið. — Væri það ekki gróði fyrir eiganda verðmæts mótorbáts að ganga úr skugga um það, hvort hans dýi'a skip er svo meingallað, að það *komist ekki áfram á seglum og láta bæta þann galla hið fyrsta, því hér sem ann- arsstaðar verður vélin álitin hjálparvél og ætti því heldur að vera og heita svo, þegar aflið, sem knýr hana er komið í það verð, sem nú er raun á. Spurningin er því þessi: Er mögulegt. eða ómögulegt að halda úti mótorskipum á haldfærafiskiríi án þess að nota mótor- inn. Er nokkur leið til þess að spara olíu að mun og geta þó haldið veiðum áfram? Eins og mörgum mun kunnugl hér, þá hafa Færeyingar notað lýsi á mótora sína i oliuleysinu. Einn af færejúsku sendimönnunum sagði mér, að þessi 15rsisnotkun væri komin þar af tilviljun. Svo stóð á, að maður einn er hafði prímusvél á heimili sínu fór að reyna, hvort ekki mætti hafa lýsi í stað stein- olíu og heppaðist það. ‘Svo var gerð til- raun á almennum mótorum í bátum og lýsið blandað 33°/o af vatni og það gekk einnig. A einúm slíkum bát, þar sem lýsi var notað tókst þetta svo vel, að vélin slöðvaðist aldrei vegna þess, að ólag væri á henni, en sá bátur fór aldrei út á haf, en minni trú höfðu þeir á lýs- isbrúkun á þeim bátum sem fóru út á ósléltan sjó — og munu það helzt ó- hreinindi sem í vélinni safnast á löngum ferðum, sem gerir þetta ótryggt, því eftir 2ja daga gang varð að öllu jöfnu að taka vélar í sundur og hreinsa þær. — Án efa verður hið sama, eða aðrar sparnaðarvélar reyndar hér áður langt liður og tel eg vist að vélfræðingur Fiskifélagsins Ól. Sveinsson komi með einhverjar upplýsingar þvi viðkomandi, er hann kemur aftur frá útlöndum. . Meðan lýsi er í lágu verði ætti að nola það í stað hinnar rándýru steinolíu ef þess væri kostur, en fari nú svo, að fiskur vrði hér fyrir í haust, þá ætti að gera tilraun, þegar af sildveiðum kemur og alhuga, hvað á vantar til þess, að mótorskipin geti komist ferða sinna á seglum og hvernig þvi bezt verði kippl í lag. Þrált fyrir samninga lesum við nú, hve illa Willemoes gengur að fá olíu- farm. Enginn veit nema ojíulaust verði næstu vertíð og hart værí þá, að dýr skip stæðu uppi, af þeirri ástæðu, að þau geta ekki siglt, skip, sem að öllu bera svo langt af þeim dekkbátum og skipum, sem áður fyr fiskuðu hér með haldfærum og þóttu þá beztu skip. A

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.