Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1918, Side 24

Ægir - 01.07.1918, Side 24
124 ÆGIR Binkaleyfl fengið fyrir nýrri gerð botnvörpuhlera. Landi vor Jón skipstjóri Hansson frá Bala í Reykjavík, hefir nýverið fengið einkaleyfx á Englandi fyrir n57rri gerð botnvörpuhlera. Jón Hansson hefir nú verið búsettur í Hull síðan árið 1913 og var stýrimaður á enskum botnvörpung meðan hægt var vegna stríðsins, en síðan hefir hann unnið i landi. — Sýnishorn það er einkaleyfið var veitt fyrir, sannaði það, að hleri Jóns þenur opið helmingi hærra eða höfuðlínuna, heldur en gömlu hlerarnir gera; hlerinn á að vera léttari og léttari í drætti, sem bæði sparar afl og þar af leiðandi kol og gerir smærri skipum fært, að nota fyllilega veiðafærið. Sýnishornið smíðaði Jón í hjáverkum sinum og átti við ýmsa örðugleika að striða. Hann sýndi það ýmsum útgerðar- félögum, sem að mörgu leyti leist vel á hugmj'ndina og huðu honum styrk og eitt þeirra bauð honum fé fyrir hug- myndina, þrátt fyrir það, þótt þeir stæðu fast á því, að hlerinn væri of þungur, en þá gat Jón sannað, að steypa mætti hlera úr stáli, léttari en tréhlerana, sem nú eru notaðir. — Engum tilhoðum hefir Jón Hansson enn tekið, en einkaleyfið er honum veitt í 14 ár. Ætlar hann nú að bíða betri tíma, þangað til hægt verður að fá hlera smiðaða með þessari gerð, sem eigi er unt að framkvæma nú vegna stríðsins. Nokkrir menn hafa keppt um nýja hleragerð, en i þetta skifti varð Jón hlutskarpastur og var veitt einkaleyfið. Auglýst. Síldarsala i New-York 27/2 1918. 440.000 pd. af saltaðri síld til sölu fyrir 10 cents pundið. Fjögur hundruð og fjörutíu þúsund pund af Green Bay saltaðri síld frá norð- ur strönd Newfoundlands selur umboðs- maður hinna opinberu markaða Jona- than C. Day i dag (27/s) fyrir 10 cent pundið. Þessi síld er allur farmur hinnar amerisku skonnortu »Elisabeth Howard«, sem nýkomin er að norðan' Staðir þeir, sem síld þessi verður seld á eru: Hinir opinberu útsölustaðir und- ir Manhattan-brúnni, Delancey-brúnni, Queensboro-brúnni við 59. götu, Harlem- brúnni við Third Avenue og við nokkra af hinum opinberu vörugeymslustöðum. Tilgangur sölu þessarar, þar sem síldin er seld fyrir hálfvirði vanalegs verðs, er að gera byrjunar tilraun til þess að afla mönnum hollrar og næringarmikillar fæðu, sem komi í stað þess, sem nú er keypt dýru verði, segir herra Day, þvi á þessum eina farmi spara kaupendur 50.- 000 dollara. Eins og þessi auglýsing ber með sér virðist seljandi ætla að kenna mönnum að neyta síldar. Hann byrjar með því að tapa sjálfur á sölunni, en ætlast svo til, að þegar menn fara að venjast sild- inni þá hækki verðið eftir því, sem eftir- spurn verður meiri. í næsta blaði birtist skj'rsla um utan- ferð vélfræðings Ól. Sveinssonar, sem kom með Botniu 21. þ. m. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.