Ægir - 01.11.1922, Page 8
150
ÆGIR
þegar þessi nýju skip voru keypt og hið
háa verð á fiski freistaði efalaust til
kaupanna, Skip eru dýr enn, það sýnir
verðið á hinum nýja strandferðabát,
kosti hann a/t miljón, en hvað lengi átti
að bíða með botnvörpuskipakaupin?
Hefði verið beðið með að kaupa 17 skip
þangað til nú, frá því árið 1917, þá hefðu
bæjarbúar tapað 17 X 100,000 X 5 =
8'/» miljón krónum i vinnulaunum — og
þá fúlgu hefði vantað til að greiða fyrir
nauðsynjavörur þær, er ómissandi þykja
til lifsinx viðurhalds.
Útgerðarmenn, sem barist hafa gegn
örðugleikum við úthald skipanna á svo
mörgum sviðum, eiga fremur lof en last
bæjarfélagsins fyrir allar þær áhyggjur,
sem þeir daglega munu hafa og óskandi
væri það, að vandræði þeirra yrðu aldrei
svo, að sama gripi þá og eigendur kútt-
eranna forðum, þegar skipin urðu of
dýr. Gjaldeyrír sá, sem botnvörpuskipin
framleiða er mikið fé fyrir strjálbygt fá-
tækt land, og alt er orðið svo stórskorið
hér, að botnvörpuveiðar geta ekki hætt,
meðan fjöldi útlendra skipa sækir afla
sinn á flskimið landsins, en annað mál
er það, hvernig þeim verður haldið úti,
þegar afgangur, sé nokkur, fer i skatta
og afborganir svo ekkert verður eftir til
þess að halda skipum við og greiða hlut-
höfum rentur af útlögðu fé og mæta
lágu verði á fiski næstu úthöfd.
Eg hefi minnst á að botnvörpuskipin
framfleyttu verkamannaheimilum með
3000 krónum, en bið lesendur gæta þess,
að eg dæmi það hvorki nóg né ofllítið
kaup. Slíkt fer eftir húsaleigu og öðrum
kvöðum í bygðarlagi hverju, en þær 3000
krónur sem á er minsl er sú blessun,
sem inn á heimili þeirra manna koma,
sem ekki stunda sjó og ekki eru önnum
kafnir nema nokkurn hluta ársins, og
kemur til manna beint frá útgerðinni.
Reykjavik 15. nóv. 1922.
Sveinbjörn Egilson.
Skip brennur.
Mótorskipinu »Vio]a«, sem áður hét
»Bolli« og stundaði dragnótaveiði í Norð-
ursjónum síðastliðlð sumar, var nýlega
siglt á land skamt fyrir norðan Humber-
fljótið sökum þess, að kviknað hafði i
vélarúmi. Skipverjar komust allir af.
Tildrög voru þessi: Hinn sama morg-
un, sem eldurinn kom upp, hafði véla-
maður farið upp úr vélarúmi til þess að
hjálpa skipverjum við seglin, en meðan
hann var á þilfari kviknaði í og varð
bálið þegar svo, að engin tök voru að
komast niður og breiddist eldurinn svo
út, að ómögulegt var að vera í stýris-
húsinu, og var þá það ráð tekið að úl-
búa stýristauma úr köðlum og hafa þá
utan á skipinu og stóðu þeir sem skip-
inu stýrðu við framreiðann, en hinir
unnu að þvi að ausa vatni á stórskautið
og seglið. Skipinu var þannig haldið, að
vindur stóð um bitahöfuð, svo loginn
næði ekki seglinu, en fult i fangi áttu
skipverjar með að verja að ekki kvikn-
aði í því. Veður hafði verið stormasamt
undanfarna daga og sjór svo úfmn að
ekki var viðlit að koma skipsbátnum út
og því engrar bjargar von nema með
því að reyna að ná landi. Um 4 klukku-
stundir var skipinu haldið þannig þar til
landi var náð. Þeir lentu við enska
björgunarstöð og höfðn menn séð eld-