Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 11

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 11
ÆGIR 153 Eg hygg að aðalástæðan til þess hvað hér er lítið etið af sild sé ekki sú, að hún þyki vondur matur, heldur hitt, að sala sildarinnar er svo ófullkomin. Flest- um þj'kir ofmikið að kaupa heila eða jafnvel hálfa tunnu í einu, en vildu gjarn- an fá minni ilát ef kostur væri og hent- ugt til geymslu. í matsölubúðum má reyndar fá síld liér í smásölu eftir vild, en hún er ekki eins listug að sjá eins og vera ætli. Henni er stilt út á fötum i gluggunum eða á búðarborðum pækil- lausri svo að eftir fáa tima er hún búin að tapa sínu rétta útliti og verður slepju- leg jafnvel gul, og þá siður en lystug. I Sviþjóð getur fólk fengið blikkbauka með 5 og 10 kg. af síld. Lokumbúnaðurinn á þessum baukum er þannig úr garði gerð- ur, að þá má auðveldlega opna þegar sild er tekin úr þeim, og loka svo attur með lítilli fyrirhöfn, og kemst þá ekkert loft að síldinni, svo hún skemmist ekki af áhrifum loftsins eins og á sér stað ef sildartunna stendur opin. Þessir baukar kostuðu eftír því sem mig minnir kr. 1,50 og kr. 2,50 1921, en þá var með góðri með- ferð hægt að nota svo árum skifti og sá eg oft fólk koma með þessi smáílát og kaupa sild í þau og var þá látin hæfi- lega mikill pækill fjdgja með ókeypis. Ef menn hér, sem vildu verzla með salt- aða sild, notuðu svipuð ílát og hér hefir verið bent á,! hygg eg, að það gæti orðið til þess að auka síldarsölu hér innau- lands að miklum mun. Fyrir nokkrum árum gaf Fiskifélag Is- lands út svolítinn bækling um matreiðslu á sild og kræklingí. Um þann bækliug var ritaður sá óþaríasti ritdómur, sem að minu viti hefir verið skrifaður um nokkra bók, sem gefin hefir verið út á íslandi. Ef við minkuðum kornvörukaupin sem svaraði 2,000,000 kg. á ári og borðuðum i þess stað 20 þúsund tunnur eða 2,000,000 kg. af sallaðri sild, gætum vtð sparað Is- landi hátt í eina miljón króna á ári í óþarfa útgjöld án þess að rýra á nokk- urn hátt, eða minka líkamlegar þarfir vorar. Gelur nú ekki heilbrigð skynsemi og ábyrgðarlilfinning komið oss til þess, að breyta um búskaparlag í þessum efn- um? Eu hvað sem verða kann, þá meg- um við ekki gleyma þvi, að það er ekki landinu að kenna þó við séum iatækir, meðan við förum gálauslega með auðæfi þau, sern það hefir að bjóða og veitir oss; það er okkur að kenna, og það er- um við sjálf og niðjar vorir, sem gjöld- um þess. J. E. B. Nokkur orð urn þilskipaútgerðiua. Eg skrifaði árið 1917 í 10. árgang Æg- is tölubl. nr. 2, grein urn Langanes, og hvernig aðstaða væri að reka þaðan fiskiveiðar á þilskipum yfir sumartímann, benti jainframt á, að umhverfis Langa- nes eða einkum austur af því alla leið suður á Húnaflóa, mundu vera einhver allra fiskisælustu fiskimiðin hér við land í þoð minsta yfir sumartímann. Tilgangur minn með þessari ritgerð var sá, að hvetja þilskipaformenu til að leita auslur á þessar slóðir yfir sumar- tímann, þegar fiskur bregst eða er mjög tregur tyrir Vesturlandi og á Húnaflóa, sem alt til þessa tima hefir verið aðal- fiskiveiðasvæði bæði þilskipa og vélbáta á sumrin. En þessum bendingum minum hefir enginn gaumur verið gef-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.