Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 5
ÆGIR 91 Síldreiðin. Síldveiðarnar ganga næstar þorskveið- unum. Þær skiftast einnig í þrjú veiði- tímabil. Fyrst er spiksíldarveiðin, sem stendur yfir frá í júni og þar til í desember, í norðurhluta Noregs. Veiðar þessar eru reknar á flóum og fjörðum með snyrpi- nótum, kvianótum og netum. Þá er stór- síldarveiðin, sem svo er nefnd, vegna þess að síld sú er veiðist á því tímabili er stærri en spiksíldin. Stórsíld-veiðarnar eru aðallega stundaðar utan við Álasund og Kristjánssund. Stórsíldin hefir að geyma bæði hrogn og svil og þegar hrygningatimi hennar hefst, leitar hún upp að landinu og þar byrjar svo vor- sildarveiðin. Sú veiði er stunduð frá því í febrúar og þar til í júlí, að mestu leyti með snyrpinót og kvíanót. Aðalstöðvar vorsíldarinnar er Hauga- sund. í sambandi við þessi þrjú veiðitimabil má einnig nefna smá-sildveiðina, sem stunduð er með allri strandlengjunni. Smá-síldin er minni en spiksíldin og því of lítil til niðursöltunar. Hún er að mestu seld verksmiðjum, sem búa til úr henni síldarmél og síldarolíu. Síldar- mjölið er nú orðið mjög notað sem kraftfóður handa búpeningnum og gefst ágætlega. Síldarolían er seld til Ameriku, Englands og Þýzkalands. Það er og nógu fróðlegt að benda á það, að olían er not- uð til smjöroliugerðar. Norskt verzlun- arhús í Frederiksstad hefir mjög unnið að að gera sildarolíuna nothæfa til smjör- likisgerðar. Olian gengur i gegnum ýmis- lega útbúnar vélar, hreinsuð og síðan blönduð með margskonar jurtaolíum og verður að lokum bezta smjörlíki. Nokk- ur hluti veiðinnar fer einnig í niðursuðu- verksmiðjurnar, og þar er minsta tegund sildarinnar lögð í dósir á stærð við sar- dínu-dósir, en stærri tegundin látin í á- völ box eða dósir, reykt eða í »tómat«- jafningi. Að undanteknum þessum tiltölulega litla hluta síldveiðinnar, sem fer í verk- smiðjurnar er hún öll söltuð i tunnur og aðalmarkaðslönd hennar eru: Rúss- land, Pólland og Þýzkaland. Brislingsveiðln. Brislingsveiðin hefir smámsaman orðið næsta mikilvæg og merkileg, því með henni er fyrsti grundvöllur lagður að niðursuðu á fiski í Noregi. Sú iðngrein hefir með Stavanger sem miðstöð tekið merkilega miklum framförum. Árið 1873 mynduðu fjórir borgarar í Stavanger samtök, bygðu litla niðursuðu- verksmiðju í einni hliðargötunni og stofn- uðu »Stavanger Preserving Co.« Varla mun menn þessa hafa dreymt um það þá, að með þessu væru þeir að leggja grundvöll að atvinnurekstri, sem ætti eftir að verða ein öflugasta iðngrein landsins. Nú sendir þessi verksmiðja varning sinn i hvern krók og kima ver- aldarinnar — og jafnvel til beggja heims- skautanna líka. Þar til árið 1879 fékst verksmiðjan eingöngu við niðursuðu á kjöti og kálmeti er selt var til skipa. Það ár tók Georg Mejlænder við stjórn verksmiðjunnar og hann fór strax að gera tilraunir með niðursuðu á brisling*) sem mergð er af í sjónum kringum Stavanger. Tilraunir hans tókust vel og strax árið eftir komu fyrstu sendingarnar á mark- aðinn, þeim var vel tekið og atvinnu- greinin óx, fyrst hægt og sígandi en sið- ar með undraverðum hraða. Næstu 10 árin voru þannig settar á stofn 5 nýjar verksmiðjur. Árið 1900 voru þær orðnar *) Síldartegund, sem er á stærð við okkar kópsíld og nefnist á norsku Brisling. Pýð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.