Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 10
96 ÆGIR Útlluttar íslenzkar afurðir í apríl 1923. Samkvæmt símskeytum þeim, sem hagstofan fær frá lögreglustjórum um útflutt- ar afurðir hefir útflutningurinn i aprílmánuðj þ. á. verið sem hér segir. Jafnframt er getið um þann útflutning frá undanförnum mánuðum sem vitneskia hefir feng- ist um eftir að skýrsla um þá var birt í síðasta blaði Hagtíðinda og loks er skýrt frá öllum útflutningnum á árinu fram til aprílloka, eftir þvi sem vitneskja hefir fengist um hann. Apríl Viðbót jan.—raars Jan.—apríl alls Saltfiskur verkaður 2,928,600 kg. 1,195,800 kg. 14,105,800 kg. Saltfiskur óverkaður 408,200 — 148,300 — 2,004,900 - Síld ... 6,532 tn. » 19,697 tn. Þorskalýsi 1,557 föt 477 föt 4,040 föt Sildarlýsi ... » » 48 — Sundmagi » » 3,800 kg. Hrogn 80 tn. » 82 — Fiskimjöl 24,500 kg. » 124,500 kg. Æðardúnn 30 - 6 kg. 172 — Hross ... » » 397 tals Saltkjöt 18 tn. » 1,638 tn. Ull 5,100 kg. 900 kg. 23,100 kg. Saltaðar gærur 100 - » 10,200 — Söltuð skinn » » 2,800 - (Hagtíðindi). Þann 11. apríl fann Ari Hálfdánarson hreppstjóri á Fagurhólsmýri í Öræfum, flöskubréf (rekaflösku) skamt fyrir aust- an Ingólfshöfða. Rekaflösku þessari hafði verið varpað i Atlantshafið þ. 24. nóv- ember i vetur alllangt fyrir austan Ný- fundnaland, á 51° norðurbreiddar og 3972° vesturlengdar'. Meðalhraði hennar hefir því orðið 7,6 sjómílur á dag, þegar reiknað er með því, að hún hafi farið skemstu leið. Af rekaflöskunum, sem fundust á sömu stöðvum fyr í vetur hafði ein haft meðalhraða 8,7 kvartmíl- ur á dag og hefir þvi haft mjög svipað- an hraða, og þessi síðast fundna flaska, en meðalhraði annarar var 4,2 kvartmíl- ur á dag, en hún kom alla leið sunnan frá Floridaskaga og var á annað ár á leiðinni. Leiðin, sem hún fór, hefir ef- laust verið krókótt og ef til vill hefir hún tafist einhversstaðar á leiðinni og þess vegna er meðalhraði hennar minni. Allar hafa þær, þessar rekaflöskur, bor- ist með Golfstraumnum hingað til lands. Annars hefir meðalhraðinn verið 5,1— 5,5 kvartmílur á dag hjá öðrum reka- flöskum, sem eg hefi haft spurnir af og borist hafa yfir Atlantshafið með Golf- straumnum til Bretlandseyja og Noregs á árunum 1920 og 1921. Eftir þessu að dæma hefir Golfstraumurinn í vetur ver- ið óvenju mikill og kemur það vel heim við athuganir á veðurfari. P.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.