Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 11
ÆGIR 97 Sjóhrakningur 29. marz 1883. Þann 29. marz 1883 reru allir frá Þor- lákshöfn vestur með landi, vestur á Ein- stig, Langabás, og Keflavík, þeir sem lengst fóru. Þá var útlit ekki gott, en hægur vindur af hánorðri. Fiskur var tregur, og fóru allir að kippa austur aft- ur og staðnæmdust á Brúnunum sem svo eru nefndar. Þar fóru sumir að fiska allvel, nema við urðum bókstaflega ekki varir svo að heitið gæti. Þegar kom fram um hádegi var enn sama veður, en frost mikið. Sáum við þá að skip kom sigl- andi að austan með landinu, þaðan sem allir höfðu verið um morguninn, og fór i land, en með því að það kom von bráðara út aftur og sigldi sömu leið vest- ur, þá vorum við vissir um að það hefði komist í öran fisk þar, eftir að aðrir voru farnir og hefði farið í land til að losa farm. Þá varð það, með því að útlitið hafði ekki breyst neitt verulega, að við settum . upp segl og sigldum vestur undir »Hlein« og fórum hjá einum af fremstu for- mönnum er þá voru í Þorlákshöfn, og svo hefir hann sagt síðar, að með því fiskur hefði verið fremur tregur við hann, einnig þennan dag, þá hefði hann að lík- indiim líka farið vestur, ef ekki hefði at- vikast svo að annað segl hans hefði orð- ið eftir í landi um morguninn. Þegar við komum vestur sáum við að skip það sem á undan okkur fór, var skip Ólafs Jóhannessonar frá Dísastöðum, er þá var talinn einn af fremstu formönnum Þorlákshafnar og hafði úrvalslið af há- setum. Það þarf ekki að orðlengja að fiskur var svo ör, að á svipstundu voru bæði skipin þrauthlaðin og fór- um við þá á stað í land, ólafur þó lítið eitt á undan, þá rétt á sömu stundu skall á stórhríð með afskaplegri fann- komu. Við vorum þétt undir landi og héldum svo áfram austur með og varð ekki annars vart en að sæktist róðurinn, en svo var hríðin svört að ekkert sást og gekk svo þar til að skip okkar krak- aði niðri að framan og sáum við þá að- eins móta fyrir berginu, sem við vorum þétt undir, en alveg var ládauður sjór, ug varð þetta ekki að skaða. Var þá beitt lítið eitt fjær landi, en þá von bráðar kom á móti okkur ofsarok með tals- verðum snjógangi og héldum við að vindstaðan hefði breyst, en síðar reynd- ist að svo hafði ekki verið, og höfðum við þá verið komnir lengra austur með landinu en við bjuggumst við. Skip ól- afs sáum við ekki frá því hvarf okkur í hríðina rétt eftir að á stað var farið. Strax eftir að rokið og stórsjóinn gerði urðum við þess varir, að ekkert gekk á- leiðis, og sá þann kost vænstan að snúa undan sjó og vindi og létta skipið svo að eftir væri stöðvun að eins; var það gjört þá þegar og siglt á árum og stýrt svo að hafa vind utan til á skut stjórn- borðsmegin. Þá bað formaðurinn lags- mann sinn, Símon Jónsson, að koma undir stýri hjá sér um stund meðan hann fór fram á skipið til að gera há- setunum grein fyrir því, að von myndi geta verið um að ná Selvogi eða Herdís- arvik, ef upp birti, þvi eftir því, sem við álitum vindstöðuna, þá áttum við að halda vestur meó landi. Ofviðrið var svo mikið að ekki var hægt að heyra nema væri þétt við eyrað á manni: en með því vindstaðan var óbreytt höfum við heldið vestar og til hafs, enda varð það okkur vist til lífs, því þegar við^höfðum haldið svona áfram um tima rákum við okkur á (að heita mátti) frakkneska fiski-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.