Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 8
94 ÆGIR og vísindalega mentun. Vikublaðið »Fis- kets Gang«, sem birtir skýrslur uii fisk- veiðarnar úr öllum veiðistöðvum lands- ins, ásamt markaðsfréttum og söluhorf- um fiskafurðanna erlendis hefir og haft mikla praktiska þýðingu. Á vísindasviðinu hefir starf Fiskveiða- stjórnarinnar hlotið heimsfrægð, og einnig hér hefir Noregur forystuna. Fyrv. for- stjóri dr. Johan Hjort og aðstoðarmenn hans hafa gert margar rannsóknir, sem birtar hafa verið opinberlega og staðfest- ar af visindamönnum um víða veröld. Sem stendur er vísindastarfinu haldið á- fram af mörgum mönnum. Einar Leo rannsakar sildina, Oskar Lund og Einar Kofoed þorskinn, Paul Bjerkan hefir brislinginn og Henrik Bull gerir efna- rannsóknirnar. Þessir eru allir sérfræð- ingar hver í sinni grein. Nefna má og meðal þessara manna dr. Knut Dahl í Kristjaníu, er aukið hefir mikið þekkingu á laxinum og urriðanum og ýmsum öðr- um vatnafiskum. Aðrar stofnanir, sem einnig má telja til ríkisstofnana, því þær njóta nokkurs styrks frá ríkinu, eru líffræðisstöðvarnar i Þrándheimi, Dröbak og í Herley hjá Bergen. Allar hafa þær unnið stórmikið að því að auka þekking manna á hafinu, einkum hin síðastnefnda. Par til árið 1921 var stöð þessi i Bergen og veitti henni forstöðu professor Hellund Han- sen, nú forstjóri »Geofysisk Institut«, sem án efa má teljast leiðarstjarna heims- ins á sviði hafrannsóknanna. Meðal annara stofnana, sem einnig hafa unnið mikið gagn, má nefna hin svonefndu fiskifélög, sem eru í öllum veiðistöðvum. Stærst þessara félaga og sem einnig hafa unnið mest gagn er »Selskabet for de norske fiskeriers frem- me«. Árangurinn af starfi þess sýnir að félagið hefir ekki kafnað undir nafni. Með því að gefa út mánaðarlega tima- ritið »Norsk Fiskeritidende«, með útgáfu skýrslna og pésa, sendiferðum á veiði- stöðvarnar, innleiðslu ýmissa veiðiað- ferða og nýrra áhalda, með kenslu margra nýrra aðferða við notkun ýmislegs afla- fengs sem áður hefir verið fleygt, hefir félag þetta á ótrúlega margan hátt bein- línis orðið fiskimönnum til mikilla hags- bóta. Skrifstofa félagsins er i sama húsi og fiskisafnið i Bergen. Henni stýrir rit- ari félagsins, sem, jafnframt og að hafa umsjón með skrifstofunni, hefir á hendi ritstjórn blaðsins (Norsk Fiskeritid.) og annast útgáfu ritlinga er félagið gefur út. I Fiskveiðasafninu (Bergens Fiskeri- museum) eru eftirmyndir af allskonar íiskveiðaáhöldum alt frá því, sem notað er við brislingsveiðar og til hvalveiða. Jatnframt er þar talsvert fjölbreytt safn frá öðrum löndum, og það jafnvel frá Kína og Japan. í svona stuttu yfirliti er auðvitað ó- kleift að fara út í ýms smáatriði. Samt vona eg að það veiti að minsta kosti nokkurn skilning á hinni umfangsmiklu þýðingu fiskveiðanna, vísindarannsókn- unum og félagsskap til eflingar fiskiveið- unum, og þá verður mönnum einnig ljóst hvers vegna Norðmenn hafa rétt til þess að teljast leiðtoginn meðal fiski- mannaþjóða heimsins. (Kr. J. þýddi úr »Nordmandsforbundet<(). Höfnin í Vestmannaeyjum. Eftir mikla örðugleika og margra ára tilraunir hafa Vestmannaeyingar loks fengið höfn, sem öll von er til að stand- ist gegn öllum árásum sjávargangsins. í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.