Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 12
98 ÆGIR skútu, sem óðara var afráðið að leita hjálpar hjá, enda var það varla síðar vænna, því stórsjór var orðinn æði mik- ill, og orðið áliðið dags. Frakkar köst- uðu til okkar kaðli, en það hepnaðist ekki að ná í hann og komumst við þá aftur fyrir franska skipið, köstuðu þeir þá körfu aftur af skipi sínu og var bund- in við hana mjó lina, og gátum við dregið okkur svo áfram á henni að við náðum í kaðal nógu traustan til að halda skipi okkar, en sökum þess að við lent- um aftan undir skonnortunni varð það miklu erfiðara og hættulegra en ella, að komast upp og stóð lengi á þvi, einkum stóð lengi nokkuð á því að ná síðasta manninum, vegna þess að kaðall sá er hélt skipi okkar var haldið með við skonnortuna slapp úr hendi hans þegar sjór reið undir, og rak það þvi aftur fyrir hana á ný, en svo vildi til, að karf- an hafði skorðast undir þóftu og svo tókst Frökkum með mesta snarræði að snúa svo skipi sínu að það rak á okkar skip og það varð í skjóli og náðist svo maðurinn á þann hátt, en mikil mildi mátti það heita að ekki skyldi slitna hin mjóa lína, sem í körfuna var bundið og hefði þá verið úti um þennan félaga okkar. Þegar við vorum allir komnir um borð í franska skipið, vorum vid eftir að hafa fengið mat og aðra hressingu látnir vera i rúmum skipsmanna þar til um nóttina að búið hafði verið um okkur í seglum i lestinni, þar var nógur hiti enn ekki gott loft, því aldrei varð lestin höfð op- in fyrir sjógangi. Laugardaginn 31. marz birti upp hríðina og vindur gekk til austurs og sást þá til fjalla enn ekki vorum við vissir um hvaða fjöll það voru er sáust í fjarska. Á sunnudaginn snemma vorum við útaf Portlandi djúpt nokkuð og var þá lensað út með landi og létu Frakkar okkur skilja að þeir væru á leið til Porlákshafnar er þeir nefndu »Thorlak«, en seinni part dagsins gekk vindur til suðausturs og gerði stórviðri og var þá lagt til drifs vestur af Vest- mannaeyjum, morguninn eftir var vind- ur allhvass á suðaustan og sjór mikill, gekk svo alla daga til fimtudags 5. april að þá var veður i vægasta lagi. Sigldu þá Frakkar til Vestmannaeyja og flögg- uðu í hálfa stöng, kom þá Sigurður heit. Sigurfinnsson út á litlum bát, en gat ekki tekið okkur alla 14 að tölu, fór svo í land eftir stærra skipi og biðu Frakkar á meðan. Þegar hann kom aft- ur kvöddum við Frakka með þakklátum huga. Þeir biðu þar til við vorum komn- ir inn úr ‘leiðinni’, þá heilsuðu þeir með fána sínum og sigldu til hafs. Skipstjór- inn sendi í land með okkur skýrslu um björgunina og kvaðst hafa hitt okkur 6 sjómílur undan Selvogi og hefði staðið kringum 2 kl.tíma á björguninni og henni verið lokið kl. 11 um kvöídið, en fljót- ari hefur sú klukka verið en eftir is- lenzkum tima, því ekki var orðið dimt af nóttu. í Vestmannaeyjum vorum við í tólf daga og vorum við þar bornir á höndum. Höfðum við það okkur til skemtunar að skoða eyna og það sem þar var merkilegast og heimsækja hver annan. Sumir okkar fóru upp á Heima- klett einn daginn. Daginn eftir að við komum i Eyjarn- ar voru sendar út margar flöskur með fréttum af okkur og fanst ein þeirra daginn eftir á Skúmstaðafjöru og var þaðan sendur hraðboði með fregnina í allar áttir þangað sem við áttum heimili og höfðum við verið taldir dauðir í ca. 10 daga. Þriðjudaginn siðastan i vetri lögðum við á stað úr Vestmannaeyjum. Var okkur lánað skip þaðan upp í Land- eyjar. Út á Eyrarbakka komum við á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.