Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 7
ÆGIR 93 þessir flytja inn í landið eða eyða þar, er talið að nema muni um 1 milj. króna árlega. Aðrar minniháttar flskveiðar. Meðal annara meiri háttar fiskveiða má íyrst og fremst nefna upsaveiðina, sem gefur af sér um 1 milj. 900 þús. kr. á ári. Beztu upsamiðin eru í Norður- Noregi, þar sem upsinn er þurkaður til útflutnings. Talsvert er líka veitt sam- hliða stórsíldveiðunum, og auk þess er upsaveiði stunduð árið um kring i smá- um stíl í skerjagarðinum og fjörðunum. Flyðra, áll og fleiri flsktegundir veiðast einnig jafnvel þótt það sem veiðist á þann hátt sé eigi mikið að verðgildi, þá eru veiðar þessar næsta merkilegar, því þær veita atvinnu milli aðalveiðitimabil- anna og gera fiskætið, sem neytt er inn- anlands mun fjölbreyttara. í sambandi við þessar veiðar má og nefna ýmsar skelfiskveiðar: humar, krabba, krækling, ostrur o. fl. Þetta alt er næsta lítið að verðgildi, en stuðlar samt sem áður að þvi að Noregur held- ur leiðtogasæti sínu meðal fiskiþjóðanna. Hval- og selveiðin. Jafnvel þótt eigi sé beinlínis hægt að telja hval- og selveiðarnar til fiskveiða, þá má þó ekki hlaupa yfir þær, þegar rætt er um fiskveiðar landsins i heild, því í báðum þeim atvinnugreinum standa Norðmenn þjóða fremst. Norðmenn hafa stundað hvalaveiðar um hundruð ára, en árið 1865 fékk þessi atvinnugrein þann vind í seglin, sem skipaði henni í fremstu röð. Það var þegar Svend Foyn inn- leiddi granat-skutulinn. Þessi veiðiaðferð ásamt ýmsum öðrum endurbótum ger- breytt atvinnuveginum og Norðmenn skyldu fljótl hverja þýðing endurbætur þessar höfðu og notfærðu sér þær eins og bezt þeir gátu. Árið 1912 stóðu hvalveiðarnar með mestum blóma. Þá voru í Noregi um 60 hvalveiðafélög, sem höfðu stöðvar á Is- landi, Grænlandi, Færeyjum, Hjaltlandi, Afríku, Ástralíu, Suður-Georgíu, Suður- Orkneyjum, Suður-Ameríku, Mexico og Alaska. Veiðin nam það ár 27 miljónum króna, en árið 1914 38 miljónum og það ár varð arðurinn af hvalveiðunum meiri en nokkuru sinni áður. Næstu árin á eftir gekk hvalveiðin heldur til þurðar, en nú virðist hún vera að aukast aftur. Hvallýsið kom að ágætu gagni sem viðbit í íeitmetisvandræðunum i stríðinu. Þá voru settar á stofn tvær verksmiðjur, önnur í Sandfirðinum en hin í Freder- iksstað, sem hreinsa hvallýsið og síðan er búið til úr því smjörlíki. Ekki má heldur gleyma selveiðunum, þótt þær hafi aldrei verið jafnþýðingar- miklar og hvalveiðarnar. Selveiðarnar heyrist mjög lítið um, vegna þess að veiðarnar eru reknar norður við hafís- breiður Ishafsins. Gufuskip og mótor- skip frá 25 —150 lestum að stærð stunda veiðar þessar, og eru þau gerð út frá Tromsey, Varðey, Hammerfest og Ála- sundi. Árið 1917 var ágóðinn af selveið- unum talinn um 6 milj. kr. Yfirstjörn og eftirlit hinna margháttuðu og ólíku fiskiveiða Noregs er í höndum Fiskiveiðastjórnarinnar (Fiskeristyrelsen) sem er nokkurskonar deild úr verzlun- arráðuneytinu. Aðalskrifstofa Fiskveiða- stjórnarinnar er samt ekki í Iíristjaníu, heldur í Bergen, sem liggur betur við sem miðstöð fiskveiðanna. Aðalmaður stjórnarinnar er nú Sigurd Assersen og hefir hann sér til aðstoðar fjölda erind- reka. sem bæði hafa praktiska þekkingu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.