Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 13
ÆGIR
245
þegar til konsul Tasker Cook í Newfound-
landi og bað hann segja sitt álit um hana
— og hvort útlit væri eins ljótt og grein-
in skýrir frá.
Generalkonsul Böggild hefir nú fengið
svar frá konsul Tasker Cook og segir hann,
að yfirleitt sé rétt skýrt frá ástandinu í
téðri grein.
Konsul Cook segir, að á síðari árurn hafi
fiskiveiðar við Newfoundland og þó eink-
um Labrador-veiðarnar verið mjög rýrar
og að verð á verkuðum fiski hafi jafnhliða
lækkað, en útgerðarkostnaður og allur
rekstur hafi hækkað svo, að góð veiðiferð
skips gerir eigi meira en að borga kostn-
að við hana. Konsul Cook getur þess, að
fyrr á timum hefðu Newfoundlendingar
verið vanir að reikna svo, að fyrir 1 kvintal
af fiski (45 kg.) fengist 1 poki af mjöli, og
þá báru fiskiveiðar sig, en nú verður að
láta 2 kvintal til þess að fá 1 poka af mjöli
og eftir þvi er alt verð nú.
Konsul Cook lítur svo á, að á síðari ár-
um stefni hugur ungra manna á New-
foundlandi að brottflutningi til Banda-
ríkjanna og Canada og hækki fiskverðið
eigi að mun í þeim löndum, sem kaupa
NewfoundJandsfisk og útgerðarkostnaður
og rekstur lækki mikið i náinni framtíð,
sé eigi annað fyrirsjáanlegt en, að New-
foundlandsveiðarnar leggist niður og sá
atvinnurekstur hverfi úr sögunni.
Meðal íslenskra fiskimanna horfir nú
þetta svo, að fyrir 1 kg. af slægðum og
hausuðum þorski, fengu t. d. fiskimenn á
Húsavík eftirfarandi verð s. 1. sumar: 1 kg.
af stórþorski 12 aura, 1 kg. af smáfiski 8 au.
stórýsa 1 kg. 6 aura, smáýsa og smáfiskur
undir 12% þumlungi, 2 aura hvert kg- eða
segjum og skrifum einn egrir pund. Fiski-
sæld hefir verið hin mesta við ísafjarðar-
djúp i haust; þar var verð á fiski lítið eitt
hærra, stórfiskur hvert kg. 14 aura, smá-
fiskur 9 aura og ýsa um 8 aura. Þetta munu
fiskimenn nú alment fá fyrir slægðan og
hausaðan fisk hér í kauptúnum.
Á götum og fisksölustöðum í Reykjavík
er markaður fastur, 40—60 aura kg. Fisk-
ur, sem farið er að slá í, eða er 2—3 daga
gamall fæst fyrir 40 aura kg., en sé reynt
að leggja það sem ætilegt er af slíkum fiski
á vigt, mun svo reynast, að það er helm-
ingur móti því, sem fleygja verður, þvi
vanalega eru þá þunnildin ekki æt; getur
hver reynt þetta sem vill og verður þá mat-
arefni 80—100 aura hvert kg. Ætti að sjóða
niður fiskibollur og kaupa nýjan fisk
með slori og haus fyrir 50 aura kg. þá er
óhætt að reikna að % sé úrgangur, þegar
öllum beinum, þunnildum, haus og slori er
fleygt og þá væru niðursoðnar fiskibollur
dýr matur og ekki til útflutnings.
„Öðinn“.
Umsjónarmaður skipaskoðunar, hr. Ól-
afur T. Sveinsson skýrir svo frá, hvað gert
verður við strandvarnarskipið „Óðinn“ og
mun dómur manna um gæðin vonandi
breytast eftir viðgerð þá, er hann fær.
Það hefir verið mikið talað og nokkuð
skrifað, um nýja varðskipið „Óðinn“, síð-
an hann kom úr eftirlitsför sinni fyrir
Norðurlandi. Þessu umtali hefir haldið á-
fram eftir að varðskipið var sent til Kaup-
mannahafnar til eftirlits, svo sem til var
ætlast upphaflega.
Ekki ber því að leyna, að i umtali fólks
um skipið út af sjófærni þess og þeim á-
lyktunum, er dregnar hafa verið út af um-
talinu, hefir nokkuð á vantað, að þekking-
in á málefninu væri eins mikil og æskilegt
hefði verið, og eins hitt, að viljinn til þess
að dæma rétt væri ætið til staðar. Vitan-