Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 5
ÆGIIl 51 Ólafi Jóhannssyni, 2. vélstjóra, annað af Stefáni Einarssyni bryta og hið þriðja af syni hans Árna, seni var hjálparmat- sveinn hjá föður sínum. Hin tvö líkin af Ingva Björnssyni og Haraldi Einarssyni. Allir voru menn þessir með björgunar- belti og ]jar útfallið likin út yfir rifið. BJÖRGUNARSTARFIÐ. Brásögn þeirra Halldórs Þorsteins- sonar og Jóns Sigurðssonar. I gærkvöldi komu þeir skipstjórarnir Halldór Þorsteinsson og Jón Sigurðsson I'ingað lil bæjarins og náði „Morgunbl." l)a af þeim, spurði þá um slysið og hjðrgunarstarfið. ‘ Þeim segist svo frá: Aðfaranótt mánudags kl. 1% barst Hf. Álliance skeyti um það, að „Jón forseti“ 'æri strandaður á Stafnesrifi. Vissum við ]>á fljótt hvílikur háski var hér á ferðum, þvi að llestra kunnugra dómi getur ekki hættulegri og verri strandstað á öllu ís- 'andi heldur en þenna. — Bjuggumst við Þegar við því, að skip og c">lI áhöfn mundi larast þarna, en til þess að reyna að Þjarga einhverjum mannanna, rukum við þangað suður eftir í bifreið. Lögðum við <l stað héðan kl. 2V2 og héldum til Fugla- 'duir, bæjar, sem er svo að segja mitt á llulli Sandgerðis og Stafness. — Lengra ^aið ekki komist í bifreið, því að þar tek- 111 við hinn versti vegur suður á Stafnes, l'g verður tæplega farið nema fetið þótt 'jait sé og góð færð. Er þaðan nær IV2 lnia lci'ð suður á strandstaðinn. ^ ið fengum okkur hesta í Fuglavik og héJdum hiklaust áfram. — Komum við i|ð Stafnesi kl. rúml. 7 um morguninn. Þegar þangað kom sáum við hvar skipið la * brimgarðinum á Stafnesrifi. Vissi stafn að landi, en skipið hallaðist á sjó. Sáum við þá, að menn stóðu i reiðanum, sem þéttast, maður við mann. Ekki gál- um við séð hve margir þeir voru, en að- staðan var svo að okkur kom ekki til hugar að unt mundi verða að bjarga nein- um þeirra. Svo hagar til þarna, að 300—400 faðma undan landi er rif það er nefnist Stafn- nesrif. Er grunt á því og sker og flúðir alt um kring og brýtur þar altaf, þótt gott sé veður, en nú var þar brimgarður einn, og alt umhverfis skipið. En fyrir innan er lón nokkurt, sem nefnist Hólakotsbót og' er þar hyldýpi, en var svo lítið að brotsjóarnir af rifinu og skerjunum fara þar yfir um flóð. Holskeflurnar bömuð- ust á skipinu og bjuggumst við við því á hverri stundu að sjá sigluna brotna og fara ineð alla mennina fyrir borð með sér, eða þá að skipið mundi skrika inn af rif- inu og fara á kaf í hafdýpið þar fyrir innan. Þegar við komum á strandstaðinn, voru skipin „Tryggvi gamli“, „Ver“ og „Haf- stein“ komin á vettvang til að reyna að bjarga. Lágu þau þar úti fyrir. Seinna kom björgunarskipið „Þór“ og togarinn „Gylfi“. Reyndu þessi skip með öllu móti að komast í námunda við „Forsetann“, meðal annast með því að lægja brimgarð- inn á þann hátt að hella olíu og lýsi í sjóinn. En það bar engan árangur. Vind- ur stóð af landi og hjálpaðist hann að því með straum að bera olíuna og lýsið frá rifinu og til hafs. Komust skip þessi því ekki í námunda við „Forsetann" og var sýnt, að aldrei mundi takast að bjarga mönnunum hafsmegin, hvernig, sem að væri farið. Voru nú góð ráð dýr, því að eina von- in, þótt veik væri, var sú, að takast mætti að bjarga einhverjum úr landi. Brugðum við nú skjótlega við, og náðum í báta á Stafnnesi, áttæring, sem þarna var kom- inn á flot og tvo minni. — Samtímis send-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.