Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1929, Síða 9

Ægir - 01.01.1929, Síða 9
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 21. árg. Reykjavík, — Janúar 1929. Nr. 1. Sjávarútvegurinn 1928. Eftir Kristján Bergsson. Síðan ég kom til Fiskifélagsins hefi ég haft það fyrir venju, að skrifa um hver áramót stutt yfirlit yfir liðna árið, frá sjónarmiði sjávarútvegsins, til þess -að hægra sé að fá j'firlit yfir frain- þróun hans. Væri síst ástæða til að láta það niður falla nú um þessi áramóti, þar sem þetta ár, sem uú er nýlega liðið, er að mörgu leyti það ha])pasæl- asta, fyrir sjávarútveginn, sem lengi hefir komið, einkum þó fvrir smáút- gerðina. Alveg óvenjuleg fiskganga hefir víðast hvar verið á grunnmiðum. A sumum stöðum fyrir Norðurlandi, þar sem venjulega eru ekki stundaðar fiskiveiðar að vetrinum, má segja að 'góður afli hafi verið alt árið, þegar á sjó hefir verið farið. Að vísu hleypir l^etta heildaraflanum ekki svo mikið fram, þar sem lijer er aðeins um fáa háta að ræða; en fyrir þá sem stunda veiðina, og hjeruð þau, sem liennar njóta, er vinningurinn mikill, þegar afl- asl þann tíma, sem vinnukrafturinn er vanalega ónotaður. ril þess að gera yfirlit þetta ljósara, vil jeg talca hvern landsfjórðunginn íyrir sig, eins og verið hefir undanfar- andi ár, og fer þá eftir sömu skiftingu með landsfjórðungana eins og er i afla- skýrslum Fiskifélagsins, en þar er Sandur, Ólafsvík og Stykkishólmur tal- ið með Sunnlendingafjórðungi, en Reykjafjörður og Steingrímsfjörður með Vestfirðingafjórðungi, Austfirð- ingafjórðungur er talinn frá Skálum á Langanesi til Ilornafjarðar, að þeim báðum stöðum meðtöldum. Suðurland. Þar byrjar vertíð strax upp úr ára- mótum eins og vant er. Þó höfðu nokkrir hátar farið út fyrir áramótin og aflað allvel, svo menn bjuggust við góðri vertíð, eins og líka reyndin varð. Því strax eftir áramótin var ágætis afli, en notaðist illa, því fram allan janúar voru sífeldir stormar og töluverð snjó- koma, en siðustu daga af janúar gerði ágætis veður, sem hjelst nokkurn tíma, og var þá ágætis afli i öllum verstöðv- um í kring um Faxaflóa. — í Vest- mannaeyjum aflaðist líka all vel á lóðir í janúarmánuði, eftir því sem þar ger- ist þann tima árs. Fléstir togararnir stunduð ísfiskveið-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.