Ægir - 01.01.1929, Side 12
4
ÆGIR
nrabátarnir alveg að leggjast niður til
t'iskiveiða. Verður að telja það mikla
framför að láta vélarnar taka við „barn-
ingnum“, sem svo margan hefir þreytt.
Efnaliagur manna hefir því batnað
mikið á Vestfjörðum nú á þessu ári,
því auk þess að árið hefir verið mjög
gott aflaár, þá hefir fiskverðið verið
miklu Iiærra en árið áður. Yfir vorið
r,’iin vcrðið viðast liafa verið fyrir fisk
hausaðan og slægðan 18 aura pr. kg.
fvrir stórfisk, en 12 aura fvrir smáfisk,
í fyrravor var verðið á sama tíma 14
og 9 aurar.
Siðasf i apríl var svo mikill afli inni
i ísafjarðardjúpi, að menn muna ekki
annan cins, og tvíhlóðu bátar þar oft
sama daginn.
Við is varð vart um miðjan maí. Var
þá töluverð hafísbreiða fyrir Strönd-
mn, frá Reykjarfirði vestur að Rit, og
hamlaði það töluvert togaraveiðum á
þvi svæði um tíma. En urn það bil var
góður afli á togara á Hornbanka.
Norðurland.
Vanalega er lítill þorskafli fyrir
Yorðurlandi fvrstu mánuði ársins. Þó
liafði út af þessu brugðið tvö undan-
farin ár, þar sem fór að fiskast norður
við Grímsey strax eftir áramótin (sbr.
skýrslu míria i 1. tbl. Ægis 1928). Var
nú strax eftir áramótin töluvert fisk-
vart út af Eyjafirði fyrstu mánuði árs-
ins, og yar sú veiði aðallega stunduð af
hátum frá Siglufirði i janúar- og febrú-
armánuði. En gæftir voru stopular, svo
að veiði þessi hafði ekki veruleg álirif
á aflamagn fjórðungsins. I byrjun mars
kom fiskiganga að Norðurlandinu, og
um það bil fóru margir bátar út að
Grimsey til að fiska þaðan. En mikið
var sú vertíð rýrari i ár en undanfar-
andi ár; enda var alment beituleysi
þar, þvi ný síld fékst ekki á Akureyri,
og því eklci önnur beita en fryst síld frá
haustinu, og liún af skornum skamti.
24. mai fékst hafsíld i reknet út af
Siglufirði. Mun það vera í fyrsta sinn,
sem hún hefir fiskast þar svo snemma,
enda líklega ekki gerðar tilraunir ti)
þess fvrri. —- Eftir það var ágætisafli
fyrir Norðurlandinu alt sumarið. Var
þorskveiðin stunduð þar meira yfir
sumarið en áður liefir verið, því að
margir liátar, sem áður hafa stundað
síldveiðar með reknet að sumrinu,
breyttu aldrei um veiðiaðferð, en stund-
uðu þorskveiðar alt sumarið. Hjálpaði
það til, að verðið var hátt á saltfiski,
og eftirspurn mikil alt sumarið, en verð-
ið á sildinni lieldur lágt, því að síld-
veiðin var altaf jöfn og mikil, og barst
milcið meira að af lienni en þurfti til
söltunar, en reknetaveiði er vanalega
ekki svo uppgripamikil, að það borgi
sig að fiska til bræðslu með því veiðar-
færi.
Að loknum síldveiðunum fóru flestir
bátar frá Norðurlandinu, er síldveiðar
liöfðu stundað, og eins nokkrir bátar
annarsstaðar að — þar á meðal nokk-
ur línuveiðagufuskip — frá Suðurland-
inu, sem stundað höfðu síldveiðar yfir
sumarið, á þorskveiðar frá Siglufirði,
og aflaðist þá ágætlega fram eftir öllu
hausti. Hélst þessi afli að lieita mátti
út alt árið, þegar að veður yefðu, en
síðustu mánuði ársins var veiði þessi
ekki stunduð, nema af nokkrum bátum,
sem heima áttu á Siglufirði.
Aflinn í Norðiendingafjórðungi hefir
þvi orðið meiri á þessu ári en nokk-
urntíma áður, eða til 1. des í ár 44,752
skpd. af verkuðum fiski, á móti 27,248
skpd. á sama tíma i fyrra, sem þó var
talið ágætis aflaár þar.
Það er enginn vafi á því, að fisk-