Ægir - 01.01.1929, Side 19
ÆGIR
11
anda, eða þá selja til bræðslu.
Aftur á móti hefir þessum ósamn-
ingsbundnu bátum oft tekist að fá mjög
hátt verð fvrir veiði sina, þegar lítil
síldveiði befir orðið, og eftirspurn befir
verið mikil eftir nýrri síld. En það má
búast við, að þessi hækkun sje eftirleið-
is útilokuð, með sölufyrirkomulagi
Einkásölunnar að borga alla sumar-
framleiðsluna sama verði.
Verðið á síldinni nýrri var talsvert
lægra en tvö undanfarandi ár, eða ca.
9 kr. málið til bræðslu og 12 kr. til sölt-
unar. Undanfarandi ár var verðið 11—
13 kr. til bræðslu og 15—16 kr. til sölt-
unar. En sökum þess livað veiðin var
góð mun samt allur fjöldi skipanna
hafa haft hagnað af síldveiðinni.
Um uerðið á síldinni saltaðri er ekki
liægt að segja ennþá, þar sem reikn-
ingsuppgjör Einkasölunnar eru ekki
komin. Opinberlega hefir ekki verið
gefið upp, fvrir livaða verð hún hefir
selt. En öll sumarframleiðslan cr sögð
löngu seld, og er slíkt óvanalegt.
Síidareinkasalan lét gera ýmsar til-
raunir, með margbreytilegri verkun á
sild en verið hefir, og má gera sér
miklar vonir um, að þær tilraunir muni
auka álit íslensku sildarinnar, og gera
hana víðar þekta en verið hefir.
Þó mun síldarsalan aðallega hafa
beinst til Svíþjóðar i ár, eins og undan-
farandi, og tilraun sú, sem gerð var síð-
astliðið ár með sölu á sild til Rússlands
féll niður á þessu ári.
Seinni hluta sumarsins og um liaust-
ið veiddist töluvert af smásíld og mill-
umsíld á ísafirði, var hún söltuð og
flokkuð eftir stærðum, og' mun það
mesta liafa verið selt til Þýskalands, og
að því er sagt er, fyrir hátt verð.
Þátttaka Norðmanna í síldveiðinni
hér við land mun vera lík og undan-
farandi ár. Er talið að um 160 norsk
skip muni hafa tekið þátt í síldveiðum
hér að þessu sinni. Eru sum þeirra stór
flutningaskip, svo að útgerð þeirra
mun kosta töluvert. Alls fiskuðu þessi
skip og verkuðu liér við land 145000
tunnur á móti 181784 árið áður. Eru
þeir nýbyrjaðir á því að kryddsalta
nokkuð af síldinni um borð í skipun-
um, en til skamms tima var það aðeins
gert á stöðvum i landi. Væri það illa
farið, ef að við mistum þá möguleika
úr höndum okkar, því að sú verkunar-
aðferð iiefir jafnan borið sig best hér,
og verð á þeirri vöru ekki eins breyti-
legt og á saltsíldinni.
Bræðslustöðvar hafa allar verið starf-
ræktar þær sömu á þessu ári, og und-
anfarandi ár, því stöðin í Krossanesi,
sem brann að nokkru leyti árið áður,
var bygð upp svo snemma ársins að
bún var starfrækt með fullum krafti
alt sumarið. Það eru því aðeins stöðv-
arnar á Dagverðareyri og Raufarhöfn,
sem ekki liafa verið starfræktar i ár.
Togaraveiði og fisksala.
Veiðin á togarana gekk ekki vel á
árinu, því þótt ársframleiðslan sé
nærri 100 þús. skpd. meiri en í fyrra
þá má beita að veiðin á togara sé sú
sama; aukning framleiðslunnar kemur
þvi eingöngu á línuveiðaskipin og smá-
útgerðina.
Þar sem fiskbirgðir voru tiltölulega
litlar i byrjun ársins og því gott útlit
með sölu á fiski þá fóru sumir togar-
arnir á saltfiskveiðar strax eftir ára-
mótin og böfðu sumir þeirra aldrei
hætt veiðum, en hinir flestir byrjuðu
veiðina í febrúarmánuði.
Tafla II nær yfir saltfiskveiði 44 tog-
ara að nokkru eða öllu leyti, eða yfir
504 veiðferðir í samtals 7167 veiðidaga