Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1929, Qupperneq 24

Ægir - 01.01.1929, Qupperneq 24
16 ÆGIR fiskur fallið töluvert i Noregi nú þeg- ar leið á árið og er kominn niður í 152 krónur islenskar á áramótum úr 172, sem hann komst þar liæst i nóvember- mánuði. Birgðirnar af stórfiski eru nú svo litlar við bvrjun ársins, að þær end- ast auðsjáanlega ekki þangað til nýja framleiðslan af sólþurkuðum fiski kem- ur á markaðinn, og má þvi búast við, að þurfi að húsþurka hér töluvert af þeim fiski er fyrst fæst, og léttir það auðvitað strax á og flýtir fyrir sölunni á nýju framleiðslunni. Landhelgisgæslan. Landhelgisgæsluna önnuðust sömu 'skip og árið áður; af íslendinga hálfu varðskipin „Óðinn“ og „Þór“ mestalt árið, og' auk þess mótorbáturinn „Giss- ur hvíti“ fyrir Vestfjörðum mestan hluta sumarsins og fram eftir haustinu; ennfremur var bátur við gæslu í Garð- sjónum eins og undanfarandi ár. Alls hafa 11 skip verið dæmd og sektuð liér við land á árinu fyrir ólöglegar veiðar og af þeim hefir „óðinn“ tekið og feng- ið sektuð 36 skip, er það sú langhæsta lala, sem eitt varðskip hefir tekið hér við land af brotlegum veiðiskipum á einu ári. Sýnir þetta best þörfina fyrir okkur að taka gæsluna sem mest i okk- ar hendur og eiga þar sem minst und- ir dönsku varðskipunum, því þessi mikli fjöldi veiðiskipa, sem „Óðinn“ hefir tekið, sannar best hversu land- helgisbrotin eru almenn og hversu mik- ið vantar á, að landhelgin sé fyllilega varin. Þó liafa dönsku varðslcipin sem voru hér tvö eins og undanfarandi ár, „Fylla" mikinn hluta vertíðar og sum- arið, og' „Island Falk“ seinni part sum- ars fram á Iiaust, ekki komið auga nema á eitt brotlegt skip. Því liefir verið lireyft hér, að dönsku varðskipin eyddu miklu af tíma sin- um í Revkjavík og minsta kosti að því er Fyllu snertir má segja, að hún í ár „hafi ekki brugðið vana sínum“, þó hefir hún tekið eitt skip á árinu fyrir ólöglegar veiðar, en Island Falk ekk- ert. Þór hefir á árinu tekið 4 skip, enda er hann orðinn alt of ganglítið skip til þess að annast gæsluna, og getur sök- um þess ekki tekið togara, sem eru miklu hraðskreiðari en hann nema þvi aðeins, að þeir verði ekki hans varir fvr en hann er kominn fast að þeim, og eftir því sem gangleysi lians verður fleirum kunnugt stafar minni ótti af honum. Auk þess er Þór fastur svo mikinn tíma vertíðar við björgunar- starfsemi sína i Vestmannaeyjum, að hann getur svo lítið á þeim tíma ann- ast landhelgisgæslu. Um Islands Falk mun mega segja sama og Þór að hann er líka orðinn of ganglítið skip til þess að hafa hér land- helgisgæslu á hendi. Nú er nýtt varðskip isl. sagt í smíð- um, sem búast má við að ekki hafi minni hraða en Óðinn og ætti það að hjálpa svo mikið til, að telja má þá, að landhelgisgæslan verði komin i sæmi- legt horf. Vestris-slysið. Við sjópróf þau, sem haldin voru út af þessu sorglega slysi, sem getið hefir verið um í flestum hlöðum hér, bar fyrsti vjelstjóri það fram, að kyndarar hafi verið Svertingjar. Þeir hlupu fró vinnu sinni og hlýddu engum skipun- um. Hefðu þeir fengist til að vinna, þá hefði verið auðið að nota allar dælur skipsins og með þeim hefði mátt halda skipinu á floti ótakmarkaðan tima.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.