Ægir - 01.01.1929, Page 27
ÆGIR
19
starfsemi og eru orsakir sagðar ýms-
ar; veltur þar sem i öðru mest á for-
gangsmönnunum.
Á Sjálandi eru alls starfandi 22 sam-
vinnufélög fiskimanna (á þessum stöð-
um: Kalundborg, Ivöge, Skelskör, Vor-
dingborg, Masnedsund, Gilleleje, Hunde-
sted, Havnsö, Rödvig, Korsör, Klint-
holm, Havn pr. Borreholm, Reersö,
Holbæk, Sjællands Odde, Faxe Lade-
plads, Karrebæksminde, Roskilde,
Drogden, Kastrup, Kallebave og Horn-
bæk.
Eru flest þessara félaga yngri en
jósku félögin, en hafa einkum hvað
snertir sölu á fiski innanlands látið
mikið að sér kveða. Af félögum fiski-
manna á Sjálandi liafa að eins 2 hætt
starfsemi og var nú verið að endur-
reisa annað þeirra er eg var á ferð.
Auk fisksölunnar hafa félögin víðasl
á hendi sameiginleg innkaup fyrir
fiskimennina beint frá verksmiðjunum
og er sá mismunur jafnaðarlega talinn
10%.
Á Fjóni og öðrum smærri eyjum í Dan-
mörku eru einnig starfandi samvinnu-
félög fiskimanna, en ekki tókst mér að
vita um tölu þeirra, en sendi með
skýrslunni 1 eintak af lögum félagsins
í Langö. Eins og eg lika sendi lög fé-
laga á Jótlandi og Sjálandi, bæði sam-
vinnufélaga og fiskifélaga (sölu-sam-
lög).
Auk liinna einstöku félaga hefir hver
landshluti samband fyrir öll félögin.
Samband jósku félaganna hefir höfuð-
stöðvar í Fredericia en sjálensku fé-
lögin í Roskilde (Hróarskeldu) og
fjónsku félögin í Kerteminde.
Nú í ár hefir líka verið stofnað sam-
band fyrir alt danska ríkið fyrir þessa
samvinnu. Er því einkum ætlað að fást
við hin stærri verkefni, sem ofviða eru
hinum einstöku samböndum og félög-
um. Mun samband þetta einkum bafa
beint starfsemi sinni að því að koma
skipulagi á útflutning af fiski, sem mest
er bundinn við Þýskaland.
Samband sjálensku félaganna hélt
24. s. 1. fjölmennan fund fiskimanna í
Hróarskeldu til þess að ræða um til-
búning, umbúðir (innpökkun) og sölu
á fiskifileter (beinlausum fiski). Hefir
á yfirstandandi ári verið flutt allmikið
af slíkum fiski frá sjálensku félögun-
um til Þýskalands (yfir Hamborg)
Byrjaði útflutningur þessi í febrúar og
var verðið 1.05—80 au. fj7rir kg. fol)
Gilleleje eða Kaupmannahöfn. í s. 1.
aprilmánuði var send reynslusending
af fiskifilet til Ziirich (í Sviss) sem kom
þangað eftir 5 daga og rej'ndist þá al-
veg óskemd.
NTýr fiskur verkaður á þennan hátt
or- talinn hafa nær því óþrjótandi mark-
að um alla Mið-Evrcpu og hefir sala
bans aukisl mikið síðustu árin. Uxn
jnnpökkun á fiskinum eru nú gerðar
strangar kröfur og er ætlast til að 1
kg sé i hverjum pakka sem Jjuið sé
uin i pergaments-pappir og að auki i
vönduðum ísfyltum kössum eða körf-
um. Með þeim flutningatækjum sem
t.nn eru fyrir hendi hér á landi kemur
varla til þess að ræða verði um mikla
solu á þennan hátt, þó væri vel þess
vert að reyna að gera reynsm-sendingu
meðan kaldast er í veðri með fisk sem
annars er lítil markaðsvara hér á iandi.
Tækist þetta væri þar með cpnaður
markaður fvrir verðlitinn fisk, eins og
t. d. steinbítinn sem likl. væri einhver
besti fiskur til slíkra hluta, þar sem
Iieinin eru fremur lítil.
Hjá dönskum fiskimönnum er litið
til þessa útflutnings mestu vonaraug-
um og nú í s. 1. maímánuði fór sendi-