Ægir - 01.01.1929, Qupperneq 29
ÆGIR
21
innar, þarf ekki að vera úr hópi þeirra
er lánsfélag ætla að mynda, en sc
kunnugur fiskiveiðum.
í 3. gr. er ákveðið:
a) Tilgangur félaganna skal eingöngu
vera að veita meðlimum reksturs-
lán um stundarsakir til útvegunar
eða aðgerðum á reksturshlutum til
viðhalds á atvinnu þeirra;
1)) i félögum má eingöngu taka sjó-
menn sem uppfylla skilyrði 2. liðs
1. gr. (sjá hér að framan) um at-
vinnuskilj'rði og efnahag;
c) enginn félagi má samtímis vera
nema í einu lánsfélagi. Gildir ákvæði
þetta einnig um eldri lánsfélög;
d) frá útlánum dragast 5% af upphæð-
inni til mj'ndunar á varasjóði;
e) allir félagar verða slysa- og líf-
trygðir;
f) venjulegast skal ekki lána hverjum
einstakling nema 500 krónur. Þó á-
kveður félagsstjórnin upphæð lána
sem borgast út mót skuldabréfi. Lán
einstakra manna greiðist á sama
hátt og lán félaganna úr lánssjóði
atvinnuveganna (Erlivervenes Laane-
fond). Stjórn félaganna ákveður
greiðsluskilyrði og vaxtakjör, sem
hvorttveggja á að vera jafnt fyrir
alla félaga;
g) stjórn félaganna er ólaunuð og
skipuð 3 mönnum, formanni og 2
meðstjórnendum og eru þeir valdir
á aðalfundum, en formaður, sem
ekki þarf að vera félagsmaður, er
valinn af fiskimálastjóranum eftir
tilnefningu stjórnarmanna þeirra,
sem aðalfundir kjósa. Aðalfundir
kjósa einnig 1 endurskoðanda, sem
ckki þarf að vera félagsmaður;
h) ágóði við reikningsskil skal leggjast
i varasjóð, sem skal ávaxtaður í
hanka eða sparisjóði;
i) sýni reikningsskil tap, sem orsakast
hefir af útlánúm til félaganna, sem
cigi er liægt að greiða af varasjóði
eða með tillagi úr lánssjóði atvinnu-
veganna (samkv. fyrirmælum 4. gr.,
síðustu málsgr.), skal tapinu strax
skift og innheimt hjá meðlimum,
eflir ákvæðum í samþyktum félag-
anna;
k) það, sem félögin eiga til góða lijá
meðlimum, má setja að veði;
l) sjóður félaganna skal ávalt geymd-
ur í hanka eða sparisjóði og eru
peningar aðeins greiddir eftir kvitt-
un eða ávísun félagsstjórnar;
m) enga brevtingu má gera á samþykt-
um félaganna nema með samþykki
landbúnaðarráðuneytisins;
n) félögunum er skvlt að senda land-
búnaðarráðuneytinu allar upplýsing-
ar sem það kann að heimta um starf-
semi og fjárhag þeirra og eru undir
eftirliti ráðuneytisins um að félögin
starfi i samræmi við lög þess og
samþyktir félaganna;
o) félagar hvers einstaks lánsfélags
mega ekki vera færri en 10, nema
landbúnaðarráðuneytið samþykki.
í 4. gr. laganna er ákveðið:
Lán til einstakra félaga mega eigi
vera hærri en sem svarar 500 kr. á
hvern félagsmann. Lánin ávaxtast með
vöxtum sem ákveðnir eru áður en lán
er veitt, eftir þeim vaxtakjörum, sem
ríkið sjálft getur fengið ódýrust lán.
Fyrir hvern árshelming, reiknað frá 1.
apríl lil 1. október, ákveður landbún-
aðarráðuneytið vaxtakjör þeirra lána,
sem veitt verða á þeim árshelmingi.
Lánin eru afborgunarlaus fyrstu 2 ár-
in og afborgast þar eftir á 10 árum með
10% árlega. Fyrir endurgreiðslu lána og
vaxta, eru allir félagsmenn í saineigin-
legri áhvrgð.