Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1929, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1929, Blaðsíða 12
ÍSB ÆGÍH og víðtæka þýðingu, og skýra að miklu leyti, hvernig stendur á góðum og slæm- um aflaárum. En auk þess liggur fyrir þeim annað, langt um víðtækara og þýðingarmeira verkefni, sem sé að segja fyrir um það, hvenær mikils eða lítils afla er að vænta. Slíka spádóma er þó, enn sem komið er, ekki hægt að gera, enda eru aldursákvarðanir ekki einhlítar til þess. Rannsóknir þessar eru að miklu leyti i byrjun, en hefir þó farið stórlega fram á siðustu árum. Mörg þúsund af íslenzkum þorski hafa verið rannsökuð, og má af starfsmönnum þessara rann- sókna, fyrstan telja dr. Bjarna Sæmunds- son, er meðal annars hefir ritað bók á ensku um aldur og vöxt íslenzka þorsks- ins (B. Sæmundsson: On the Age and the Growth of the Cod (Gadus callarias 2,) in Icelandic Waters« Medd. fra Komm. for Hav. Fiskeri VII Nr. 3. Iíbh. 1923). Takmörk þessara rannsókna, eru, eins og sagt er: Spádómur um afla á ókomn- um árum; en til þess að slíkir spádóm- ar hafi gildi, verða þeir að vera bygðir á þrem þektum atriðum: 1. Viðkoma þorsksins á mismunandi árum, 2. fjöldahlutföllin milli þeirra seiða sem lifa, og hinna sem deyja, á mismun- andi aldri og í mismunandi árferði, og loks, 3. á göngum þorsksins, og lögmálum þeim, sem þar hlýða. Um kjarna þeirra atriða, geta aldurs- rannsóknir, bezt allra gagna, gefið upp- lýsingar. Sigluíirði, i ágúst 1929. Arni Friðriksson. Danska varðskipið »Fylla« er á förum til útlanda. — »Hvítbjörninn« verður í hennar stað. (27/9. ’29). Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórðungi apríl— júlí 1929. Sú hefir verið venja mín, að gefa 1 slultu máli yfirlit yfir aflafenginn í fjórð- ungnum yfir vorverlíðina, frá páskum fram að júnínlokum. Verður hér i stuttu máli greint frá aflanum í þessum veiði- stöðvum, ásamt tölu fiskiskipanna, og jafnframt sett í svigum aflafengurinn á sama tíma síðastl. ar. Flatey á Breiðafirði. Þaðan gekk nú 1 vélskip á færaveiðar. Hafði það aflað uffl 200 skpd. í lok júlí, og er það sami afla- fengur og á téð skip s. 1. ár. Víkur í Rauðasandshreppi. Þaðan og úr vestanverðum Patreksfirði gengu i vor 19 bátar, þar af 9 með vél i, og er það sama bátatala og s. 1. vor. Afli fi‘a miðjum apríl, er veiðar byrjuðu fyrst, til júní loka, rúm 400 skpd. (500). Afl' inn talinn í meðallagi, allgóður fyrrihluta vertíðar, en tregur fiskur í júní og eins og skýrslan ber með sér drjúgum minni en í fyrra. Patreksfjörður. Þaðan gengu 5 þilskip (með vél) á færaveiðar og 11 smávél- bátar, svo og togarinn Leiknir. 1 fyrr® voru þilskipin 6—7, og 13 vélbátar. Afl1 frá 1. april til 1. júlí um 3.200 skpd- (4400). Þar af er togarafiskurinn talinn um 2100 skpd., en s. 1. ár 2500 skpd- Afli samkv. þessu hlutfallslega minni en í fyrra, enda var þá afbragðs atla ar þarna. Tálknafjörður. 14 opnir vélbátar gengu þaðan í vor, en s. 1. vor voru þel1 taldir 12. Afli frá miðjum apríl til 10 júli, el llestir hættu fiskveiðum, talinn um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.