Ægir - 01.09.1929, Side 22
198
ÆGIR
um veiðistöðvum er öllum beinum og
fiskúrgangi hent ennþá og getur varla
að líta meira fyrirhyggjuleysi, en að
koma í veiðistöðvar þar sem fjaran er
full af fiskslógi og hryggjum, hausum
lúðuskrápum, karfa, steinbít og öðrum
úrgangi, sem ekki er hægt að gera úr
saltfisk til útflutnings, og þegar það er
jafnframt athugað, að í kringum margar
þessar veiðistöðvar er nægilegt land, sem
hefir þörf á þessum úrgangi til áburðar,
þó ekki væri annað, en auk þess er oft
hægt að samræma þetta hvorttveggja,
því séu beinin þurkuð á jörð eða mel-
hellum, þá rignir svo mikill áburður
úr þeim að landið fer fljótt að gróa af
sjálfu sér.
Surnar veiðistöðvar, eins og t. d Húsa-
vik, hafa skilið hve þýðingarmikið þelta
atriði er, og útræktin sem gerð hefir
verið í kringum það kauptún á fáum
árum, er stórkostleg og íbúunum lil
sóma, og þegar eg kom þangað fyrir
þremur árum um miðjan veiðitím-
ann, þá sást ekki þorskhaus eða fisk-
úrgangur þar í fjörunni, en var keyrt
jöfnum hönduin burtu og notfært. Sama
má segja um Akranes og Vestmannaeyjar
nú orðið. En því miður finnast enn þá
verstöðvar, þar sem þetta er á annan
veg og þær eru því miður enn þá of
margar, og er þetta ekki altaf einstak-
lingum að kenna, heldur oft framtaks-
leysi hreppsnefnda, að vegir eru ekki
lagðir frá aðgerðarplaninu svo, að hægt
sé að aka þessum úrgangi upp á land,
eða þá að landið er eign einstaks manns,
sem ekki vill láta af hendi landtilrækt-
unar, og hefir ekki manndóm til þess
að koma þessu í kring sjálfur.
Það stendur einmitt mörgum minni
veiðistöðvum fyrir þrifum að sjómenn-
irnir eða þurrabúðarmennirnir, eiga ekki
kost á að fá land með hagvæmum kjör-
um til ræktunar, þá mundi þetta tvent
fylgjast að, að þeir mundu í frítímum
sínum rækta landið og jafnframt auka
verðmæti framleiðslu sinnar, með meiri
nýtni á úrganginum. Annars ætti það
að vera eins sjálfsagt að landeigandi léti
hverri skipshöfn í té nægilegt landrými
til að þurka fiskúrgang á, eins og að
leggja til íbúð eða söltunarplön.
1 sumar þegar eg kom á Skagaströnd
var mér sagt að Norðmaður, sem þar
var og sem vann þar að lifrarbræðslu,
hefði í frítímum sínum í sumar borið
saman hausa úr fjörunni upp á kletta-
barð, sem liggur þar upp af húsunum
og ætti hann nú ca. 7—8 smálestir af
þurkuðum beinum þar uppi á Höfðan-
um, en sökum þess að enginn vegur
lá þangað upp, varð hann að bera þetta
á bakinu þangað, en mjög kostnaðar-
lítið væri að leggja veg þangað upp
svo að hægt væri að aka öllum fiskúr-
gangi þangað lil þerris, auk þess sem
þar i kring er mikið land, sem mjög vel
er fallið til ræktunar.
Eftir því verði, sem var á þurkuðum
beinum hefir því Norðmaður þessi unn-
ið sér inn 10—1200 krónur í frítímum
sínum, og var það þó ekki nema lítinn
hlula af þeim fiskúrgangi sem féll til
i veiðistöðinni sem hann gat komist yfir
að hirða, en það má búast við, að þeg-
ar menn sjá hvað honum verður úr
þessari iðni og hirðusemi sinni, að augu
manna opnist fyrir því, hvað mikið verð-
mæti hér er um að ræða og að eftir-
leiðis verði fleiri til að gera liið sama,
svo að engu, sem nothæft er verði kastað.
Árið 1927 hafa verið útflutt fiskbein
fyrir 62068 kr. og fiskimjöl fyrir 551015
þetta eru stórar upphæðir þegar að því
er gáð að þetta er fyrir úrgang, sem fyr-
ír nokkrum árum var einskisvirði, og
þó gætu þessar upphæðir hækkað enn