Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1929, Blaðsíða 27

Ægir - 01.09.1929, Blaðsíða 27
ÆQIR 203 Hjúkrun 1928. Hjúkrunarsystir Kristln Thoroddsen hefir haldið uppi hjúkrun í Sandf>erði, eins og undanfarin ár, um vetrarvertíð- ina. og unnið sér þar miklar vinsældir. Systirin fór til Sandgerðis 13. janúar og starfaði þar til 17. maí. Var áformað að hún hætti stöifum þar 1. maí, en stjórn félagsins barst bænarskjal frá formönn- um í Sandgerði um, að systirin yrði leng- ur, þar eð bátar hættu þar með seinna móti, og var það að sjálfsögðu vedt. — Pessi tilmæli sjómanna eru vottur þess, hve starf hjúkrunarsysturinnar er vinsælt, enda eru þarna saman komnir sjómenn hundruðum saman, en læknir enginn á staðnum. Framkvæmdanefnd Rauða Krossins fór til Sandgerðis í síðastl. aprílmán., til þess að kynnast staðhattum, og starfi hjúkr- unarsysturinnar. Sannfærðist nefndin um, að mesta þörf væri á að koma upp i Sandgerði ofurlitlu sjúkraskgli, sem tæki 3—4 sjúklinga, en hefði auk þess hús- næði fyrir hjúkrunarsysturina, bað handa sjómönnum og hjúkrunarstofu, þar sem sjúklingum með handarmein og þvíuml. er gert til góða. Skýli þetta þyrfli ekki að starfrækja nema um vetrarvertíðina. Mætti vel taka sér til fyrirmyndar skýli, sem Rauði Kr. í Noregi hefir reist í þessu skyni í norskum verstöðvum. Á starfstíma sínum þetta ár (jan—maí) veitti hjúkrunarsystirin 711 hjúkrunar- aðgerðir, en vitjaði auk þess 56 sinnum sjúklinga í Sandgerði og á næstu bæjum. Peir kaupmennirnir Haraldur Böð- varsson og Loflur Loftsson greiddu að ýmsu leyti fyiir starfi Rauða Krossins í Sandgerði, og kann stjórnin þeim þakk- ir fyrir. Útdráttur úr lögum urn útflutning á norsku lýsi, sem ganga í gildi 1. janúar 1930. Lög 26. júní 1929 um breyting á bráða- birgðarlögum 22. júní 1928, um umsjón 111 ®ð gæðnm meðalalýsis. L gr. Konungur getur ákveðið, að allt meðalalýsi (gufubrætt, hrátt og ljósl iðn- aðarlýsi), sem framleitt er og hreinsað í Noregi, verði metið samkvæmt reglum, er hann setur, meðal hverra verða á- kvarðanir um hvort vottorð fylgi send- ingum, sem út eru fluttar og verði af- hent tollgæslunni, er lýsið er skráð til útflutnings. 2. gr. Það er bannað að flytja út lýsi, sem nefnt er norskt þorskalýsi — eða öðru nafni á norsku eða útlendu máli, sem gefur í skyn, að lýsið sé af norskum uppruna og framleidd af þorski —nema það, sem framleitt er í landinu úr þorska- lifur (lifur úr Gadus morrhua). Annað meðalalýsi af Gadustegundum nefnt nafni, sem bendir til, að það sé af norskum uppruna, má ekki flytja út, nema það sé framleitt i Noregi. — Konungur gefur nánari reglur um matið. Hvort nöfn á lýsistegundum sé samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, sker yfirvald úr, sem konungur þar til skipar. 3. gr. Lýsi, sem eigi er framleitt í Nor- egi, má ekki blanda saman við lýsi, sem framleitt er þar úr þorskalifur eða lifur úr þorsktegundum (Gadus), enda þótt hreinsuð sé í Noregi. 4. gr. Lýsi er talið framleitt í Noregi, sem framleitt er á norsku skipi. Stormvitar. í 8. tölublaði »Æuis« 1927 bls. 168, má lesa grein eftir veðurfræðing Jón Eyþórsson um við- vörunarskeyti. með svonefndum stormmerkjum, sem hann vill nefna Stormvita. Sama haust og grein hans, með mynd af fyr- irhuguðum stormvitum birtist, ferðaðist ég um Suðurnes og er að lesa skýrslu um þær ferðir i »Ægi«, 4. tbl. 1928 bls. 79. Er ég var á þeitn ferðum, var áhugi manna auðsær og fylgdi alvara máli, er rætt var um þörf stormvita. — Síðan hefir lítið heyrst og vart verið minnst á vita þessa, en þörf er engu síður nú, en þá var hún. Á ný birlist hér mynd af stormvita þeim, sem hr. Jón Eyþúrsson teiknaði og væri æskilegt, að menn vildu gera eitthvað, til þess að lirinda málinu áfram, eða koma sér saman um, að slíkra vita sé hér alls eigi þörf. Svbj. E.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.