Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1929, Side 8

Ægir - 01.11.1929, Side 8
256 ÆGIR 2. fundur 6. nóv. kl. 4 síðd. — Allir fulltrúar mættir. 1. Vi'dupfrétilr. — Nefndin lagði fram svohljóðandi nefndarálit Of} tillögu: Mál þetts hefir verið rætt á fjórðungs- þingum 1925 og 1827 og afgreitt með sérstökum tillögum til Fiskiþingsins, og á síðasta Fiskiþingi var mál þetta tekið íil rækilegrar meðferðar, sem nú þegar hefir borið talsverðan árangur. Það, sem helst virðist vanta á, er hve fréttunum er illa dreift út í sjálfum veiðistöðvun- um, en sem virðist mega bæta úr með bættri samvinnu við simastöðvarnar. — Hinsvegar vill Fjórðungsþingið skora á Fiskiþingið að beita sér fyrir því, að sett verði upp loftskeytastöð á Papey, sem allra fyrst, helzt fyrir næstu vertíð, sem mundi hafa afar mikla þýðingu fyrir veðurfréttir. Eftir miklar umræður kom fram til- laga út af fyrri lið nefndarálitsins, frá Jóni Björnssyni svohljóðandi: £*ar sem Fjórðungsþinginu hafa borist kvartanir frá deildunum um, að veður- skeyti komi oft og einatt ekki nægilega reglulega, einkum á sunnudögum, skor- ar Fjórðungsþingið á Fiskiþing að hlut- ast til um, að betri regla verði á þessu framvegis. Till. samþ. með 6:4 atkv. Tillaga nefndarinnar um loftskeytastöð á Papey var borin upp og samþykt með samhlj. athv. 2. Vitainál. Nefndin, sem hafði mál- ið til meðferðar, lagði fram svohlj. tillögu: Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að hlutast til um við stjórnarvöld ríkisins: 1. að rannsakað verði vitastæði á Hval- bak sem allra fyrst. 2. að reistur verði á næsta ári viti á Glettinganesi. 3. að veitt verði fé á næstu fjárlögum til byggingar landtökuvita á Seley. Till. samþykt með öllum atk. 3. MarKaösfréttir. Nefndin í þessu máli lagði fram svohljóðandi tillögu: Með því að fréttir um verð og sölu- horfur á fiski og öðrum sjávarafurðum berast seint og óreglulega út um land með núverandi ílutningi á þeim, þá skor- ar Fjórðungsþingið á stjórn Fiskiþingsins að hlutast til um, að þeim fréttum verði jafnóðum útvarpað, eftir að útvarpsstöðin nýja við Reykjavik tekur til starfa. TiII. samþ. með öllum atkv. 3. fundur 7. nóv. kl. 10 f. h. — Allir fnlltrúar mættir. 1. Vátrjtíainti oplnna vélbáta. Nefndiu, sem hafði málið með höndum, lagði fram svohljóðandi tillögu: Fjórðungsþingið skorar á erindreka Fiskifélagsins að beita áhrifum sínum til stofnunar vátryggingarfélaga fyrir opna vélbáta, með því að skýra málið á fund- um þeim, er hann væntanlega heldur á ferðum sínum meðal deildanna. — (Við- auki frá Jóni Björnssyni:) Ennfremur skorar Fjórðungsþingið á deildirnar að veita allar mögulegar fyrirgreiðslur á þvi erindi, sem Fjórðungsþingið hefir falið erindreka, um að hrinda frekar áleiðis tryggingarmálum opinna vélbáta á hin- um ýmsu útgerðarstöðum fjórðungsins. Tillagan öll borin upp í einu lagi og samþ. með öllum atkv. 2. Lagabreytingar. Málinu frestað til næsta fundar. 3. Samlög- og; lamvinna, Jón Björnsson reifaði málið og lagði fram tillögu nefndarinnar svohljóðandi: Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið og Fiskifélagsstjórn, að sjá um að unnið verði rækilega að þvi, að stofna til sam- vinnu meðal sjómanna í landinu með því að fræða menn og upplýsa um þær atvinnugreinar, sem líklegastar eru til styrktar og hagsbóta í þeim efnum. Enn-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.