Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1929, Síða 17

Ægir - 01.11.1929, Síða 17
ÆGIR 265 lag á reknetasild var fram að síldarvertíð 30 til 50 krónur strokktunnan jafnaðar- legast og mun aldrei hafa farið yfir 60 kr. — Svo þegar fram á sumarið kom veiddu margir beitusild í lagnet heima fyrir, auk þess sem þá var alstaðar hægt að íá beitu, þar sem síldarskipin lágu oft dögum saman full af sild, vegna tunnuskorts, og biðu afgreiðslu við síldar- bræðsluverksmiðjurnar. En þó þau yrðu stundum að sætta sig við að fá að eins 2—3 kr. fyrir tunnuna i bræðslu til ut- lendinga, fengu landar þeirra ekki síld- ina til beitu undir 8 til 12 kr. tunnu. Nú, um það er ekkert að segja, hver ræður sinni sölu, og ekki má beitusild kallast dýr á þessu verði. Lagnetaveiði, bæði af stórsíld og milli- síld, hefir verið mikil hér við Eyjafjörð, alt fram að þessum tíma. Millisíldina hafa sumir saltað sjálfir fyrir eigin reikn- ing, en aðrir selt til söltunar fyrir 35 kr. tn., en stórsíldin hefir farið mestmegnis í frystihúsin á Siglufirði, hér á Svalbarðs- eyri og svo á Akureyri, og verið seld til frystingar á 20 kr. tn. Verð á þorski, stórum og smáum. upp úr salti. var framan af sumri 33—34 aurar kg. ósorteraður og ómetinn, tekinn i húsi hjá seljanda. Seinna á sumrinu og í haust, mun verðið hafa verið 40 au. kg. af samskonar fiski og á ýsu, keilu og upsa 20 aurar kg. Tímanlega á sumrinu mun verð á verk- uðum stórfiski hafa verið 115—118 kr. skp. f. o. b. og á Labradórflöttum 92—94 kr. Lit'ur var allslaðar hér um slóðir í af- skaplega lágu verði, Ég held hvergi hærri en 10, hæst 12 aura, líter, munar það ekki litlu frá fyrra ári þegar algengt verð var 26 au. pr. líter. Annars var fiskurinn ákaflega magur og lifrarlítill fram eftir öllu sumri. Þrír vélbátar hafa strandað alfarið héð- an úr umdæmi mínu, á þessu sumri. Einn rak á land í Hrísey, í aftaka vest- anroki, seint í april, einn strandaði undir Heiðarbökkum í Skagafirði, seint í sum- ar, í blindþoku og náttmyrkri og hinum þriðja var hleypt til brots, upp á líf og dauða, nálægt Haganessvík, seint í sept. í afspyrnuroki og stórsjó. Hafði komið óstöðvandi leki að bátnum, svo ekki varð við neitt ráðið. Mannbjörg varð af öllum bátunum, og meiðsli engin, þó merkilegt megi heita, en tveir bátanna mistu öll veiðarfæri og annað sem um borð var þeim tilheyrandi. Bátarnir voru lágt vá- trygðir, og biðu því eigendur mikig tjón við strandið. Svalbarðseyri, 26. okt. 1929. Páll Halldórsson. Finskir fiskimenn á norskum síldveiðaskipum. Ósanngjörn krafa. Eftir því, sem ^Haugesunds Avis« seg- ir frá, eru Finnar þegar farnir að semja við Norðmenn um kaup á væntanlegrí síld, veiddri við Island næsta sumar. Þeir bjóða nú einni krónu minna fyrir tunnu en þeir gáfu síðast og krefjast auk þess, að helmingur skipshafna á norskum skipum þeim, sem veiða síld, sem selja á í Finnlandi, séu Finnar. Karmöy-fiskimennirnir, sem Finnar hafa samið við, eru ófúsir að ganga að þeim kostum og er útlit fyrir að samn- ingar komist ekki á, haldi Finnar þeirri kröfu til streitu. (»Fiskeren«).

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.