Ægir - 01.11.1929, Blaðsíða 16
264
ÆQIR
Skýrsla
erindrekans í Norðlendingafjórðungi,
til Fiskifélags íslands.
Liðið sumar heíir verið hagstætt hér
norðanlands, einkum fyrir landbúnaðinn,
og reyndar að sumu leyti fyrir sjávarút-
veginn líka.
Mjög öílug fiskiganga kom upp undir
landið tímanlega í maímánuði, og mátti
svo segja, að þeir, sem þá voru tilbúnir
til veiða, mokuðu upp fiskinum, enda
fengu sumir hátarnir um og yfir 200 skp.
frá þessum tíma og þar til um miðjan
júni, en þá var fiskur farinn mjög að
minlca, vestan Skjálfandaflóa, og fékst
helst ekki, á timabili, þaðan trá fyr en
kom á Húnaflóa, svo að nokkru næmi,
enda sóttu margir hinir stærstu bátarnir
þangað vestur, og jafnvel alt vestur und-
ur innanverðar Strandir. En svo kom
hafísinn í veginn og hamlaði bátum að
sækja svo langt vestur, og margir mistu
lóðir sinar af völdum hans. — Þá gerðu
og erlendir togarar allmikil spjöll á veið-
arfærum manna vestur þar. Beiddist þá
fjöldi úfgerðarmanna á Siglufirði þess,
með simskeyti, að hið háa Stjórnarráð
hlutaðist til um, að eitthvert varðskip-
anna væri þarna á vakki til verndar, en
beiðninni vsr ekki svarað. Þó má vera
að eitthvert eftirlit hafi átt sér stað, um
einhvern tíma, en snemma i september
fóru togarar óhindrað með vörpur sínar
yfir lóðir manna á þessum slóðum, og
urðu menn þá enn fyrir lóðatapi að
miklum mun.
Eins og að ofan getur var fiskur frem-
ur tregur og rir meiri part sumars, á
umgetnu svæði, og eiginlega allan tím-
an til hausts. Bar á móti var ágætis afli
á Skjálfandaflóa, alt sumarið að heita
má, enda fengu sumir Húsavikur-bátar
eindæma afla þetta sumar, um og yfir
500 skp. og sömuleiðis fiskuðu Fiatey-
ingar ágætlega. Trillubátar 130 til 140
skp., með litlu liði, og öfluðu þó sumir
þeirra allrar sinnar beitu sjálfir. — Að
öllu samtöldu varð því vertiðin austur
þar síst lakari en t. d. á Siglufirði, þar
sem þó öll aðstæða er hagkvæmari að
ýmsu leyti, og margt af stærri bátum,
sem ekki fengu hærri afla, þrátt fyrir
þetta. — í hinum aðalveiðistöðvunum,
svo sem Ólafsfirði, Hrísey og Dalvík,
varð aflinn alment góður, ekki sist ólafs-
firði og Dalvík, og sama er að segja
um margar hinna smærri stöðva, en
þeirra gætir minna, af þvi útvegurinn
er þar langt um minni, tækin lélegri og
öll aðstaða lakari í þessum verstöðvum.
Alment hafa vélbátar á stærðinni 7—11
tonna, og hún er algengust, aflað þetta
um og yfir 300 skp., sumir nokkru minna,
aðrir töluvert meira, alt upp um 400 skp.
og trillubátar þetta frá 90 til 140 skp.
Útgerð trillubátanna mun að öllu sam-
töldu gefa hlutfallslega mestan arð í ár,
því allur kostnaður við hana er hverf-
andi, í samanburði við stærri bátana.
Fegar á leið sumarið, voru gæftir stop-
ular, auk þess sem ísinn og meðfylgjandi
þokur gerðu sitt að verkum, eins og fyr
var sagt. Er þvi enginn efi á, að hið
mikla aflamagn stafar að ekki óverulegu
leyti frá vorinu, því um það bil sem
vertið byrjar hér i flestum árum (mán-
aðamót maí og júni) var fjöldi báta bú-
inn að fá eins mikinn afla, eins og stund-
um áður í júnilok eða miðjan júlí jafnvel.
Beituskortur var aldrei tilfinnanlegur.
Litilsháttar fékst af smásíld í vor, og svo
fóru reknetaskip að fiska seint i maí, og
hélst það við fram að aðal sildartíma.
Nokkrir áttu frosna beitu, svo sem sum-
ir á Siglufirði og Húsvíkingar. — Verð-