Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1929, Blaðsíða 19

Ægir - 01.11.1929, Blaðsíða 19
ÆGIR 267 Nýtt útgerðarmannafélag. Hinn 14. nóv. var stofnað hér í bæn- um »Félag islenzkra línuveiðareigenda®, — Hafa félagsmenn yfir að ráða nær 30 línuveiðurum, gufuskipum eingöngu. Eiga skip þessi heima í öllum landsfjórðung- um. Er von á fleiri skipum í félagið, sem ekki gátu sent fulltrúa ú stofnfund- inn. — Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna linuveiðara-útgerðarinnar, hvar sem er á landinu. Er sú útgerð nú orð- in griðarmikil hér á landi og hefir eflst stórkostlega síðusta árin og á eflaust fyrir sér að eflast enn meir. — í stjórn fé- lagsins voru kosnir: Páll ólafsson fram- kvæmdastj. í Reykjavík formaður, Lúð- víg C. Magnússon frkvstj. í Reykjavík, Þórður Flygenring kaupm. í Hafnarfirði og óskar Halldórsson útgerðarmaður i Reykjavík. Stjórninni var falið að hafa með höndum samninga við sjómanna- félögin, og leita tilboða um hagkvæmari vátryggingu fyrir skipin. Sérstök nefnd var kosin til þess að undirbúa lýsissölu- samlag innan félagsins, leita tilboða um veiðarfæri o. fl. Önnur nefnd var kosin til þess að semja uppkast að reglum um merkingu veiðarfæra á þessum skipum. Eflaust eru það mörg önnur verkefni, sem fyrir félaginu liggja og miða til hags- bóta fyrir útgerðarmenn. Slys. Það sorglega slys vildi til á Halanum á fimtudagsmorgun 14. nóv., að stýri- maður á »Hafstein«, Haraldur Pálsson, féll fyrir borð og druknaði. Haraldur sálugi var sonur Páls skip- skipstjóra Hafliðasonar frá Gufunesi, og var að eins 32ja ára gamall, afbragðs góður sjómaður, eins og hann átti ætt til, og hinn mesti dugnaðarmaður. Fiskveiðar Canadamanna í september 1929. Veiðin öll frá 1. janúar til 30. septem- ber eða 9 mánuði ársins, var nálega 2,000,000 dollara meira virði en hún var sama timabil 1928 þrátt fyrir að minni afli hafði borist að landi. Veiðin á umgetnu tímabili var alls 786,365,500 pund eða 1,443,900 pundum minni en frá 1. janúar- 30. september 1928, en virði aflans nú 20.638 355 doll- arar, eu í fyrra, fyrir sama tímabil, 18,702,589 dollarar. Atlantshafsströndin. Alls varð aflinn í september, 104,188,200 pund og fengu fiskimenn 1.760.243 dollara fyrir. Septemberafli 1928 var 94.319.400 pund, virtur á 1,759,512 dollara. Kyrrahafsströndin. í British Columbia fengust að eins 30,810,100 pund af laxi og eru það uiri 121/* million pundum minna en kom á land í september í fyrra, en veiði ýmsra annara fiskitegunda bættu þó útkomuna upp. Af síld veiddust 2,252,700 pund og er veiðin að mun meiri en í september í fyrra og lúðuveiðin varð 3,493,800 pnnd, móts við 3,062,100 pund í sept.ber 1928. (Aðalræðismaðurinn í Montreal). Skipakaup. Frakkár bæta stöðugt stórum togur- um með Diselvélum, við fiskiflota sinn og selja gömlu seglskipin eins og auðið er. í vetur munu Færeyingar kaupa 15 skonnortur og nokkra kúttera og má telja víst, að þar fái þeir mörg góð skip. Samkvæmt frönskum skýrslum, voru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.