Ægir - 01.11.1929, Blaðsíða 11
ÆG I R
2f>9
hinum einstöku veiðistöðvum á hverjum
tíma, þá er hægt að gera sér nokkra grein
fyrir þvi, hverju þetta muni nema alls.
Mun tæpast ofmæit, að þessi útvegs-
kostnaður landsmanna nemi hátt á aðra
miljón króna eða tveim árlega. Eins og
kunnugt er, veiðist mjög mikið af síld
hér við land. Um veiðitímann er hún
oft verðlítil. Á síðastliðnu sumri var t. d.
mikið af nýrri sild selt fyrir 2—3 kr.
hver tunna. Miklu af síld var jafnvel
mokað i sjóinn aftur, eftir að hún var
veidd. Samkvæmt þessu virðist rétt að
álykta, að beitusíld hér á landi þyrfti
ekki að vera dýr, jafnvel þótt hún
sé fryst og geymd nokkuð í frosti. En
þetta er nokkuð á annan veg. Hér á
landi er beitusíld alt af dýr, stundum
slæm og oft ekki nægar birgðir til að
fullnægja þörfinni, og hefir eigi ósjaldan
verið horfið að því ráði, að fá frosna
síld frá öðrum löndum, þegar skortur
hefir verið á henni hér.
Sama árið og þúsundum tunna afsíld
er mokað í sjóinn, er þessi sama vara
keypt frosin til beitu á 80 krónur hver
tunna. Þetta verða þrautpindar útgerðir
að greiða og ekki nóg þar með, heldur
er gott úllit á að vér þurfum enn á ný
að leita til nágrannaþjóðanna um beitu-
síld. Þegar litið er á: 1) aðstöðu vora
til að veiða síld, 2) hve mikið veiðist af
henni hér við land árlega, 3) hve verð
á nýveiddri síld er yfirleitt lágt og 4) hve
frosin sild er seld háu verði, þá getum
vér eigi dregið aðra ályktun en þá, að hér
sé um slæmt búskaparlag að ræða. Þetta
verður að lagfæra. Hér er verkefni fyi'ir
Fiskifélag Islands. Vér leggjum því til
að samþyktar verði eftirfarandi tillögur:
Fjórðungsþingið álj'ktar að fela Fiski-
félagi íslands að annast um:
1. að rannsakað verði hve mikið er not-
að af beitusíld árlega hér á landi.
2. að rannsakað verði og upplýsingar
fengnar um tilhögun og skipulag í
þessum efnum hjá nágrannaþjóðun-
um, t. d. Norðmönnum.
3. að þessu loknu verði gerðar tillögur
um skipulag er bætt geti úr því
ástandi, er nú ríkir um beitumálin.
Ennfremur felur Fjórðungsþingið full-
trúum sínum að beita sér fyrir því á
Fiskiþingi að hafist verði hand um þessi
efni sem allra fyrst.
Till. samþ. með öllum atkv.
3. SIysatryg:tíinsar. Nefndin í því
máli lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið
og stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir
breytingu á slysatryggingarlögunum frá
1925 og 1928 þannig:
1. Allir þeir, er stunda erfiðisvinnu, hvers
eðlis sem hún kann að vera og ekki
eru trygðir samkvæmt öðrum lögum,
skulu slysatryggðir og greiðist gjaldið
þannig:
a. Tiyggingarskyldur greiðir l/t.
b. Atvinnurekandi 7».
c. Rikissjóður */«.
2. Tryggingu skal hagað þannig, þegar
um skipshöfn er að ræða á skipum,
er jafnaðarlega stunda veiði frá landi,
að try8gl sé á skipið eftir mannatölu,
t. d. 3 menn, 4 menn o. s. frv., án
tillits til mannanafna og skal atvinnu-
rekandi annast greiðslu iðgjaldanna
til sýslumanns eða hreppstjóra, en
hafi fullan réit til að taka gjaldið af
kaupgjaldi hvers eins að réttum hlut-
föllum.
Tillögurnar samþ. með öllum atkv.
4. Sjóveð. Nefndin lagði fram svo-
hljóðandi dagskrá:
Af því að bent hefir verið á ýmsar
leiðir til þess, að breyta á heppilegri hátt
ákvæðum laga um sjóveð, og af því að
nú liggur fyrir eða er þegar byijað á