Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1929, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1929, Blaðsíða 15
ÆGIR 263 Sjómælingar. í grein í 3. tbl. »Ægis« 1928 vakti Þor- steinn Jónsson útgerðarm. í Laufási, athygli á því, að margar og stórar skekkjur væru í sjókortinu yfir Vestmannaeyjar, og til- tók hann langa röð af skekkjum er hann hafði orðið var við. Greinin var ítarleg og bendingarnar virtust mjög nákvæmar. Eg sendi greinina til sæbréfastofunnar í Kaupmannahöfn, en hún sér, eins og kunnugt er, um útgáfu sjókortanna hér. Eins og við var að búast, tók hún þeg- ar málið að sér, og kom því til leiðar, að varðskipinu danska var falið að at- huga — við fyrsta tækifæri — bendingar Þorsteins, og hvað væri hæft í þeim. Varð það til þess, að varðskipið »Hvid- björnen« í þessum mánuði mældi upp hina umræddu boða, enda er skipið búið nýtísku tækjum til sjómælinga. Þorsteinn var með skipinu í 6 daga, og reyndust allar bendingar hans algerlega réttar. Skekkjurnar eru bæði margar og miklar, en nýju mælingarnar eru þegar sendar út, og má búast við að ný og nákvæm- ari sjókort yfir Vestmannaeyjar verði gefin út áður en langt um liður. Þor- steinn Jónsson í Laufási á miklar þakkir skilið fyrir upptök að því, að þessar mælingar voru gerðar. Vonandi munu aðrir, sem vita um skekkjur á sjókort- unum, gera vart við sig, og koma þvi þannig til leiðar, að þær verði leiðréttar, og öryggi sjómanna aukið, þvi sem stend- ur er sjókortunum mjög ábótavant, þar sem lítið sem ekkert hefir verið unnið að sjómælingum síðustu 20 árin. Sem betur fer virðist nú vera komið nokkurt skrið á þetta nauðsynjamál. 1 sumar hefir leiðangur, undir stjórn Or- logskaptajn Pade frá sæbréfastofunni, verið að undirbúa fullnaðarmælingu á Húnaflóa, sérstaklega með grunnleið fyr- ir Vatnsnesið fyrir augum. Það má telja víst, að slík leið bafi fundist, en eftir að kortleggja og merkja hana, en það mun verða gert á næsta sumri, og mun sú leið verða til stór-sparnaðar fyrir öll skip er fara um þessar slóðir. Jafnframt mun standa til að taka til mælinga hin stóru ómældu svæði meðfram Hornströndum, norðanvert á Breiðafirði og víðar, og er hér afar miklð starf fyrir hendi. í sumar voru varðskipið »Þór« og m/k »Haraldur« við þessar mælingar, og nú er Friðrik skipherra Ólafsson á »Þór« farinn út til þess að kynna sér aðferð við sjómælingar og kortagerð, til þess að geta unnið að sjómælingum hér heima. Að sjálfsögðu mun þó útgáfu sjó- korta fyrst um sinn haldið áfram eins og að undanförnu, því útgáfa þeirra kost- ar afar mikinn útbúnað og reynslu, til þess að verða ábyggileg. Eins má búast við því, að mælingarnar fari fram undir stjórn sæbréfastofunnar, meðan hún hefir útgáfu kortanna með höndum. Hinsvegar verður það að teljast ómynd, að ekki er enn búið að gefa út siglinga- leiðbeiningar á islensku, þegar þess er gætt hve íslensku skipin eru orðin mörg — eftir siðustu skipaskrá voru 85 eim- skip, 600 hreyfilskip og 15 seglskip skrá- sett hér. — Að'undanförnu hefir verið unnið að þvi að undirbúa útgáfu is- lenskra siglingaleiðbeininga, og er undir- búningurinn það langt kominn, að menn geta vonast eftir ritinu á næsta ári enda þótt síðasta þing vildi ekki veita þá litlu peningahjálp sem nauðsynleg er til þess að geta búið það sómasamlega úr garði. Reykjavík, 28, okt. 1929. Th. Krabbe.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.