Ægir - 01.11.1929, Blaðsíða 7
ÆtílR
255
Seinustu æfiár sín var hann að semja
æfisögu sína og hafi honum enst að ljúka
við hana, er það stórkostlega merkilegt
rit og um leið saga íslands um 80 ara
skeið, því að víðast hvar kom Eiríkur
prófessor við framkvæmdamál þjóðar-
innar um æfina.
Fundargerð
Fiskifélagsdeilda Austfirðinga-
fjórðungs.
Ár 1929, miðvikudaginn 6. nóv. var
Fjórðungsþing Fiskideilda Austfirðinga-
fjórðungs sett í bæjarþingstofunni í Seyðis-
fjarðarkaupstað kl. 10 f. h. af forseta,
Friðriki Steinssyni.
Fessir fulltrúar voru mættir:
Fyrir Fáskrúðsfjarðardeild: Marteinn
Þorsteinsson, Björgvin Benediktsson.
Fyrir Eskifjarðardeild: Friðrik Steins-
son, Jón Björnsson.
Fyrir Norðfjarðardeild: Níels Ingvars-
son, Ölver Guðmundsson.
Fyrir Seyðisfjarðardeild: Sveinn Árna-
son, Hermann Borsteinsson.
Fyrir Fiskideildina »Ægir<r, Pórarins-
staðaeyrum: Vilhjálmur Árnason.
Fyrir Fiskideildina »Vísir«, Vopnafirði:
Björn Ólafsson.
Fyrir Fiskideildina á Skálum: Árni
Vilhjálmsson.
Forseti bauð fulltrúana velkomna.
Lagði hann síðan til, að gengið yrði til
nefndarkosninga, og að fulltrúum yrði
skipað t 3 nefndir, tvær þriggja manna
og eina 5 manna nefnd, og féllu kosn-
ingar þannig:
L Fimm manna nefnd: Jón Björnsson,
Björgvin Benediktsson, Árni Vilhjálms-
son, ÖlverGuðmundsson, Sveinn Árnason.
2. 3ja manna nefnd: Friðrik Steinsson,
Hermann Forsteinsson, Björn Ólafsson.
3. 3ja manna nefnd: Vilhjálmur Árna-
son, Níels Ingvarsson, Marteinn Þor-
steinsson.
Því næst var dagskráin framlögð:
1. Samlög og samvinna sjávarútvegs-
manna.
2. Sildarbræðslustöð á Austurlandi.
3. Síldareinkasalan.
4. Beitusild.
5. Vátrygging opinna báta.
6. Lánsstofnun fyrir sjávarútveginn.
7. Strandvarnir og björgunarmál.
8. Markaðsfréttir.
9. Veðurfréttir.
10. Vitamál.
11. Lagabreytingar.
12. Slysatrygging.
13. Samgöngur.
14. Sjóveð.
Málunum var því næst skipað i nefnd-
irnar þannig:
Til fyrstu nefndar (5 manna) var þess-
um málum visað:
1. Samlög og samvinna sjávarútvegs-
manna.
2. Síldareinkasalan.
3. Lánsstofnun fyrir sjávarútveginn.
4. Markaðsfréttir.
5. Samgöngur.
6. Sjóveð.
Til 2arar nefndar var þessum málum
visað:
1. Sfldarbræðslustöð á Austurlandi.
2. Beitusild.
3. Vitamál.
4. Lagabreytingar.
Til 3ju nefndar var þessum málum
visað:
1. Vátrygging opinna vélbáta.
2. Strandvarnir og björgunarmál.
3. Veðurfréttir.
4. Slysatrygging.