Ægir - 01.11.1929, Blaðsíða 10
258
ÆGIR
2. Ennfremur telur Fjórðungsþingið það
hagkvæmt, að strandvarnarskipin séu
útbúin björgunartækjum og annist
björgunarstarfsemi þegar því yrði við
komið, og vill vekja athygli Fiski-
þingsins á, hvort ekki væri tiltækilegt
að breyta »Óðni« í þessu skyni.
Tillaga minni hlutans (N. I.):
Fjórðungsþingið telur að hagkvæmt
sé, að strandvarnarskipin annist björg-
unarstörf að svo miklu leyti, sem því
verður við komið, jafnframt strandgæzl-
unni, en vill um leið vekja athygli Fiski-
þingsins á, nauðsyninni fyrir því, að einu
skipi verði sérstaklega ætlað að annast
strandvarnírnar og björgunarstarfsemi
við Austurland.
Tillögur meiri hluta bornar upp og
var 1. liður samþ. með 9 atkv. gegn 2,
en 2, liður var feldur með 6 atkv. gegn
4. Tillaga minni hlutans var samþ. með
öllum atkv.
2. Samgöngur. Nefndin lagði fram svo-
hljóðandi tillögu:
1. Fjórðungsþingið skorar á sýslunefndir
Múlasýslna og bæjarstjórnir Seyðis-
fjarðar- og Neskaupstaðar, að vinna
rækilega að því, að fengin verði heppi-
legur bátur til stöðugra strandferða í
Austfirðingafjórðungi, eða á svæðinu
milli Raufarhafnar og Hornafjarðar.
2. Ennfremur vill Fjórðungsþingið beina
því til áðurnefndra sýslunefnda og
bæjarsljórna, að leita samvinnu við
sýslunefndir Austur-Skaftafellsýslu og
Norður-Pingeyjarsýslu um málið og
hrinda því til framkvæmda svo fljótt
sem auðið er.
1. liður till. samþ. með öllum atkv., 2.
liður samþ. með öllum atkv. gegn 1.
6. fundur 8. nóv, kl. 4 síðd. — Allir
fulltrúar bættir.
1. Sildareinkasalan. Nefndin i
þessu máli lagði fram svohlj. tillögu:
Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið
að hlutast til um við ríkisstjórnina og
alþingi:
1. Síldareinkasalan fái aukið fé til um-
ráða, svo að hún geti greitt sem mest
út á síldina jafnóðum og hún veiðist,
helzt sem svarar veiði- og verkunar-
kostnaði, og geti séð fyrir nægilegum
tunnubirgðum í öllum veiðistöðum
landsins.
2. Ennfremur að skorað verði á Einka-
söluna, að meðan ekki er bygð síldar-
bræðslustöð fyrir Austurland, þá verði
Austfirðingum veitt rýmri söltunar-
leyfi en hingað til hefir verið, og að
Einkasalan geri itarlega tilraun um
markaðsleit, sérstaklega fyrir Aust-
fjarðasíld, og vill i því sambandi benda
á, hvort eigi mundi tiltækilegt, að
reyna nýjar verkunaraðferðir.
TiII. samþ. með öllum atkv.
2. Beltusild. Nefndin i því máli lagði
fram svohljóðandi nefndarálit og tillögu:
Gtroiuargerö.
Eins og kunnugt er, hefir þorskveiði
með lfnu farið mjög í vöxt á síðari ár-
um, Þessi veiði hefir gefist all-vel á ýms-
um stöðum og má því búast við, að
línuútvegur minki ekki í náinni framtíð.
Þótt veiðst hafi mjög mikið á sum þau
farartæki, er þessa veiði stunda, þá mun
hinsvegar oft vera svo, að tekjuafgangur
er ekki eins mikill og búast mætti við,
þegar litið er á hina miklu veiði. Ut-
gjöldin eru það mikil, að undrum sætir.
Einn af hæstu útgjaldaliðum við þessa
veiði er beitukostnaður. — Það liggja
ekki fyrir skýrslur um það, hve mikið
er greitt árlega fyrir beitu af öllum is-
lenzkum farartækjum, er þessa veiði
stunda, en með því að hafa til hliðsjón-
ar skipa og bátafjölda á öllu landinu og
það, sem vitað er um beitukostnaðinn i